Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 63
&3
lands; nafnkendastir voru þeir Kolumban og Gallus. Þeim
tókst að kristua landið til fulls; risu brátt upp mörg
klaustur þar í landi; var St. Gallen merkast þeirra. í
skjóli klaustranna risu siðan upp á 10. og ir. öld ýms-
ar borgir svo sem Ziirich, Luzern, Lausanne og Gení
o. s. frv.
Munnmælasögunum um uppruna svissneska þjóð-
veldisins og sögulegum skilríkjum um sama efni ber eng-
an veginn saman. Það eitt er víst, að til er sáttmáli á
latínu, er fulitrúar hjeraðanna Uri, Schwiz og Unterwalden
unnu eið að í kirkjunni í Sc'nwizþorpi 1. ág. 1291; með
skírskotuu til annars eldri sáttmála skuldbinda fulltrúarn-
ir sig til fyrir hönd sveitunga sinna að fylgjast að mál-
um og veita hver öðrum liðveizlu. Samband þetta var
einkum stofnað til þess að verjast yfirgangi Habsborgar-
höfðingja, sem áttu miklar eignir þar í landi og vildu
auka yfirráð sín enn meir.
Þjóðsögnin setur aptur á móti upphaf lýðveldisins í
samband við munnmæla-sagnirnar um Wilhelm Tell og
svardagana á Riitli; en hvorttveggja er ósögulegt og sagn-
irnar jafnvel ekki eldri en frá 15.—16. öld. En hvað
um það, þjóðsagnirnar hafa gert Rtitli að þjóðhelgum stað„
likt og Þingvellir við Oxará eru hjer á landi. Þangað fara
hvert ár ungir menn og gamlir hópum saman til þess að
skoða hinar sagnauðgu stöðvar og minnast hreysti for-
feðranna. Með orustunni við Morgarten 1315, þar sem
Svisslendingar unnu frægan sigur á Leopold hertoga,
hefst hetjuöld þeirra, og nærfelt 2 aldir áttu þeir síð-
an opt og einatt í ófriði við yfirgangssama þjóðhöfðingja,
er vildu ræna þá frelsi. Fengu Svisslendingar margan
frægan sigur, og eptir hverja sigurvinningu gengu fleiri
og fleiri hjeruð í sambandið. Með friðargerðinni í Osna-
bruckog Munster 1648 varð bandalagið laust undan yfir-
ráðum Þýzkalandskeisara og var viðurkennt sem sjálfstætt