Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 65
6j
ágætismenn Svisslendinga »Helvetiska fjelagið«. Mark og
mið þess var, að efla frelsi og samheldni meðal ríkjanna
og styðja að andlegri og verklegri viðreisn landsins. Er
sennilegt, að fjelagsskapur þessi hefði komið að góðum
notum, ef yfirgangur og ófyrirlátssemi srjórnendanna hefði
•ekki spillt öllu samkomulagi, og loks skoruðu nokkrir óbil-
gjarnir lýðveldismenn á Frakka að skerast í leikinn.
Frakkar sendu því næst her manns til Svisslands; koll-
vörpuðu hinu forna lýðríkjasambandi og settu á stofn í
þess stað hið svo nefnda helvetiska lýðveldi, er var að
■öllu leyti sniðið eftir frakkneskri fyrirmynd. En
það átti sjer skamman aldur, og- með samþykki
Napoleons, sem 1799 var orðinn einvaldur á Frakklandi,
tóku Svisslendingar upp hið forna fyrirkomulag aptur.
Napóleon rjeð nú um nokkur ár lögum og lofum í Sviss,
þó að landið ætti að heita frjálst. Hann lagði nokkur
hjeruð til sambandsins, svo að nú urðu smáríkin 19 að
tölu. Þegar Napóleoni var á knje kotnið, varð Svissland
aptur sjálfu sjer ráðandi. A Vínarfundinum voru enn
nokkur hjeruð, Genf, Wallis og Neuchátel, lögð við Sviss
þar var og lagt samþykki á hina nýju stjórnarskrá lands-
ins, er fulltrúar bandaríkjanna höfðu komið sjer saman
um, og loks skuldbatt fundurinn sig til að vernda frelsi
og fullræði hinna ungu bandaríkja. I stjórnarlögum
þessum var svo ákveðið, að hin 22 bandaríki skyldu vera
hvert öðru óháð og njóta jafnrjettis í öllum greinum. En
brátt reyndust stjórnarlögin ónóg og olli því mest ófrelsis-
stefna sú, er ruddi sjer til rúms í Evrópu eptir Vínar-
fundinn. Frjálslyndi flokkurinn bar þó eptir nokkrar
deilur og jafnvel vopnaviðskipti í sumum hjeruðum hæra
hlut og 1848 var hin endurskoðaða stjómarskrá leidd í
lög. Þessi hin nýju stjórnarlög voru sniðin eptir stjórn-
arfyrirkomulagi Bandaríkjanna. Varð nú sambandið
5