Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 66
66
milli ríkjanna miklu styrkara og öflugra. Lög-
gjafarvald i sammálum var falið bandaþinginu, sem
skiptist í 2 deildir: þjóðþingið og fulltrúaþing fylkj-
anna (,kantónanna‘). Til þjóðþingsins velja hverjar 20,000’
kjósenda i fulltrúa, en til fulllrúaþingsins sendir hvert
fylki einn fulltrúa. Þingið kemur saman í Bern hvert ár.
Velur það 3. hvert ár 7 manna nefnd, sem nefnist banda-
ráð. Hefur það íramkvæmdarvald í öllum sammálum..
Bandaþingið eitt heíur heimild til að hefja ófrið og semja
frið og gera sambönd og samninga við önnur lönd.
Póstmál, tollmál, samgöngur og hermál eru sameiginleg
fyrir öll fylkin og eru rædd og útkljáð á bandaþinginu.
Það hefur og heimild til að skylda hvert einstakt fylki
til þess að taka þátt í alþjóðlegum fyrirtækjum og störf-
um, sem ætlazt er til að komi öllum almenningi að not-
um. Hver fylkisborgari er jafnframt svissneskur borgari.
Arið 187^ fór aptur fram endurskoðun á stjórnarskrá Sviss-
lendinga: voru þá aukin völd og verksvið bandaráðsins,
skipaður bandadómur í Lausanne, tekin upp nýrri og
betri herskipan, iögleitt hið svo nefnda alþýðuatkvæði
(referendum), þ. e. að bera skuli mikilsvarðandi laganý-
mæli, sem bandaþingið hefur afgreitt, undir atkvæði þjóð-
arinnar, svo framarlega sem 30,000 borgara eða 8 fylki
óska þess. Á síðari árum heíur þing og stjórn starfað
að því að koma á alls herjar löggjöf I einkamálum, bæta
samgöngur, gera fjallvegi, reisa rönd við skriðum og
snjóflóðum, efla atvinnuvegi og glæða þjóðmenning og
menntalíf.
Þjóðerni og trúarbrögð.
Mannfjöldi á Svisslandi er rúmar 3 milliónir; má
landið heita allþjettbýlt, þegar þess er gætt, að '/* hlutur
þess eru gróðurlaus hamrabelti, snjóbreiður og jöklar.
Strjálbyggðust eru hjeruðin Graubfinden, Uri og Wallis^