Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 68
68
ritsmíðar; skal eg einungis nefna Rousseau, Gottfried
Keller og Ferdinand Meyer. Á hinn bóginn er margt,
sem eflir samheldi og einingu milli hinna ólíku þjóðerna.
Fyrst og fremst ættjarðar og atthaga ástin, þar næst frelsið,
jafnrjettið og hin dýrkeypta sögulega reynsla, sem sýnir þeim
að meðan er þeir fylgdust að málum, voru þeir ósigrandi,
en urðu útlendri valdstjórn að bráð, þegar hver höndin
reis mót annarri. Það er ervitt, ef ekki með öllu ókleift
útlendingi, sen: að eins hefur dvalið nokkrar vikur á
Svisslandi, að lýsa nokkurn veginn rjett og greinilega þjóð,
sem að uppruna, tungu, háttum og lífskjörum er jafn-
sundurleit og hin svissneska þjóð. Jeg mun því láta
mjer nægja að drepa á nokkur aðalatriði, sem geta yfir-
ieitt heimfærzt upp á alla þjóðina í heild sinni. Sviss-
lendingar eru stilltir menn og gætnir, gróðafúsir og fje-
glöggvir, lítt elskir að nýmælum og vanafastir, en manna
ötulastir og þolnastir, þegar þeir hafa hugsað ráð sitt og
fara á stað. Þeir eru fáorðir en viðkunnanlegir í um-
gengni og manna hjálpfúsastir. Margar guðsþakka stofn-
anir og mannúðarfjelög, sem síðan hafa náð útbreiðslu
um heim allan, eru fyrst til orðin á Svisslandi. Einhver
hin alkunnustu fjelög af þessu tagi eru Rauði krossinn,
sem starfar að ókeypis hjúkrun særðra og lemstraða
manna; enn fremur fjelög til styrktar og viðreisnar föng-
um, sem hafa tekið út refsingu sina, og loks fjelagsskap-
ur sá, sem komið hefur upp nú á síðustu árum og vinn-
ur að því að útvega fátækum og veikfelldum námsbörnum
góða og holla samastaði uppi í sveit í sumarleyfunum.
Ættjarðar- og frelsisást Svisslendinga hefur lengi verið
við brugðið og það að maklegleikum. Ættjarðarást þeirra
berst litt á og er fámálug. Þeir kjósa heldur að sýna
hana á borði en í orði. Útlendingar heyra hana sjaldan
nefnda á nafn og eg tel víst, að maður, sem færi þar að
guma af ættjörð sinni og ættjarðarást, mundi verða tal-