Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 69
69
inn skrumari. En hins verða menn brátt áskynja, að í
þjóðlífinu og lífi einstaklinganna er þjóðrækni og ættjarðarást
enn þann dag í dag þungamiðjan i breytni og athöfnum
hinna betri manna. Svisslendingar unna hetjuöld sinni
og sögusögnum, og sjónleikur Fr. Schillers, Wilhelm Tell,
er orðin eiginleg eign hinnar svissnesku þjóðar og nýtur
meiri hylli en nokkurt annað rit.
Hin sögulega rás viðburðanna veidur því, að trúar-
brögðin eru tvenn þar í landi; 3/s hlutar Svisslendinga
eru mótmælendur. Þar af eru þýzkumælandi Svisslend-
ingar og fiestir Rhætorómanar Zwinglitrúar, en Vestur-
Svissar fylgja kenningu Calvins. Höfuðból mótmælenda
á Svisslandi eru Ziirich, Basel, Bern og Genf. Hefur
hjálpsemi svissneskra mótmælenda við trúarbræður þeirra
í öðrum löndum löngum verið við brugðið, og á fyrri öld-
um skutu þeir skjólshúsi yfir margan mann, sem varð að
fiýja ættjörðina vegna trúar sinnar. Tveir fimmtu hlut-
ar landsmanna eru kaþólskrar trúar. Rammkaþólskust eru
hin fornu skógarhjeruð og Freiburg. I Schwiz er einn
hinn saunhelgasti heitgöngustaður kaþólskra manna, Maria-
Einsiedeln. Er svo talið, að 100,000 pilagríma fari á ári
hverju heitgöngu til klausturs þessa og lifa íbúarnir í bæ
þeim, er risið hefur upp í kring um klaustrið, eingöngu á
þvi að veita pilagrínium gistingu og beina. Þar er mik-
il og skrautleg kirkja; í henni er geymt í miklu og ramm-
legu járngrindabúri fornt Maríulíkneski, alsett guili og gim-
steinum, en kolsvart, sökum þessað því hefur margsinnis ver-
ið borgið úr eldsvoða. Á veggjunum í kring brenna
mörg heitkerti og þ.ar hanga fjöldamörg heithjörtu úr
vaxi, hendur ogfætur úr trje og margt fleira, sem menn hafa
helgað Maríu mey fyrir náðarsamlega bænheyrn og
heilsubót. En það er trúa mín, að mörgum mótmæl-
endum mundi þykja nóg um kreddur þær og hjátrú, er
ber þar fyrir augu og eyru, og mundi það gefast vel að