Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 74
74
i veg fyrir óhollar afleiðingar af verksmiðjuvinnu og þar
af leiðandi apturför verkmannalýðsins með því að banna
sunnudagavinnu og reisa rönd við því, að konum ogung-
lingum sje misboðið með of löngum vinnutíma eða of
harðri vinnu. Oll vinna í verksmiðjum stendur undir
yfirumsjón verkfróðra tilsjónarmanna, sem bandaráðið
skipar.
Margar þúsundir landsmanna lifa því nær eingöngu
á ferðamönnum, sem ferðast á ári hverju, svo hundruðum
þúsunda skiptir, til Svisslands, til þess að lypta sjer upp
og skoða náttúrufegurð landsins eða þá sjer til heilsubót-
ar. Arið, sem leið, er talið að fjöldi ferðamanna hafi ver-
ið með mesta móti, eptir lausri ágizkun rúm i */a millíón.
A vorum fara ferðamenn einkum til Suður-Svisslands, á
sumrum til Berner-Oberlands og Vierwaldstáttervatnsins
•og á haustum til Montreux. Vegna ferðamannastraumsins
likjast smáborgir, sem hafa að jafnaði ekki meir en 10,000
til 30,000 íbúa, á sumrum stórborgum, og er umferð og
erill þar engu minni en í borgum, sem hafa mörg hundr-
uð þúsundir ibúa. Þar fæst og allt,sem gesturinn girnist, og
gistihúsin sum hver jafnast fyllilega við beztu gistihallir í
Lundúnum og París. Hagfræðingum telst svo til, að fje
það, er Svisslendingar einir hafa lagt í gistihús, baðvistar-
stofnanir, smæri fjallabrautir og önnur fyrirtæki til þess
að hæna útlendinga að landinu og gera þeim dvölina þar
þægilega og skemmtilega, nemi rúmum 1000 milljónum
franka. En drjúga vexti verða ferðamenn að greiða af
stofnfje þessu, því að það er kostnaðarsamt að ferðast
um Svissland, þó að það sje töluvert ódýrara en ferðalag
hjer á landi. Ferðist menn á öðru farrúmi járnbrautanna og
gisti í hinum betri gistihúsum, kostar ferðin 25—30 franka
um daginn; fyrir fótgangandi menn er ferðakostnaðurinn
talinn 15—20 fr. Óbreytt gisting, sem víðast hvar er
betri en kostur er á að fá hjer á landi, kostar að eins