Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 77
77
seldir þarlendum mönnum; en útlendingar verða að gefa
hálíu meira fyrir sína, þó að viðbúnaður og vegalengd sje
ein og söm.
Enn má nefna einn ósið, sem leiðir af ferðamanna-
aðsókninni; það er betl og verðgangur. Þó voru engin
brögð að því, þar sem eg fór um, nema í Berner-Ober-
land. Víða hvar stóðu börn á ýmsum aldri, sum ekki
nema 4—5 ára, og báðu annaðhvort blátt áfram að gefa
sjer skilding eða eltu menn með blóm og alls konar smá-
varning, er þau höfðu á boðstólum; stundum buðust þau
að fyrra bragði til að fylgja mönnum vegarspotta eða bera
töskur þeirra, og voru enda sumstaðar svo frek og þrá-
lát, að menn urðu að reka þau burtu með harðri hendi.
Þess má geta, að Svisslendingar hafa margir hverjir óbeit
á slíku atferli og reyna að hepta það. Hver sá, er ferð-
ast um Svissknd, verður þess brátt áskynja, að Svisslend-
ingar eru manna lagnastir á það, að gera sjer náttúru-
fegurð og markverða staði þar í landi að tekjugrein; enda
hafa þeir víða hvar lagt fram mikið fje og látið gera ýms
mannvirki til þess að hæna að sjer ferðamenn. Þannig
hefir verið lagður gangstígur upp eptir öllu Aaregljúfri;
er hann 1400 metrar á lengd og hjer um bil 1 meter á
breidd. Sumstaðar er stígurinn höggvinn inn í gljúfur-
hamra; en víðast hvar hafa miklir og digrir járnteinungar
verið reknir inn í bergið og plankar með brjóstriði, til
þess að halda sjer í, lagðir ofan á þá. Sjö til átta metra
fyrir neðan stíginn rennur Aare beljandi og hvítfyrsandi
eptir gljúfurbotninum, en 30—40 m. fyrir ofan gangstíg-
inn eru gljúfurbarmarnir; ganga þeir sumstaðar svo saman,
að ekki er meira en ratljóst í gljúfrunum. Er mörgum
manni forvitni á að skoða gljúfur þessi, en það geta menn
því að eins, að þeir greiði 1 franka fyrir aðgöngumiða.
Viðlíka upphæð verða menn að láta af hendi rakna, ef þeir
vilja skoða fors þann hinn mikla við Schafihausen, og við