Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 79
79
Menn munu fara nærri um, að hinir margbreyttu at-
vinnuvegir og misjöínu lifskjör, sem hefir verið drepið
lauslega á hjer að framan, hafa átt góðan þátt í að gera
Svisslendinga ólíka í sjón, skapi og reynd. Alpabúarnir,
sem frá blautu barnsbeini eiga í sífelldri baráttu við nátt-
úruna i kring um sig, verða ötulli, snarráðari og harðgjör-
ari en sljettubúarnir. Hið hreina fjallalopt styrkir brjóst-
vöðva þeirra og sjón; fjallgöngur gera ganginn ljettan og
fótatakið stöðugt. Erviðleikarnir og hætturnar, sem þeir
eiga við að búa sem selsmalar, veiðimenn, fylgdarmenn og
sláttumenn áfjöllum uppi (»\vildheuer«), herða þá og stæla.
Þeir eru hvatlegri á fæti og spengilegri en sljettu- og
borgarbúarnir. I stöku fjalladölum eru á hinn bóginn
erviðleikarnir, harðrjettið og óþrif, sem eðlilega leiða af
bjargarskortinum, svo yíirgnæfandi, að þau draga allan
þrótt og dugnað úr sumum mönnum og gera þá að lík-
amlegum og andlegum umskiptingum, sem nefnast ,kre-
tinar1. Þeir eru sjaldan meir en i meter á hæð, klof-
stuttir, maginn mikill, brjóstið flatt og mjótt, og allir út-
limir hálfskældir og korpulegir. Höfuðið er geysimikið,
en gengur saman að ofan, ennið lágt og mjótt, hárið
strýkennt og gengur ofan á ennið; augun fjörlaus og
hálflokuð, kinnarnar miklar og kvapholda, eyrun stór og
framsett, nefið breitt að framan og nasaholurnar miklar,
varirnar þykkar og úthverfar, munnurinn stór og skakkur
og optast hálfopinn, tennurnar ljótar og kolbrunnar, hör-
undið hrukkótt og holdsliturinn grágulur. Andlegt at-
gervi þeirra er að sama skapi. Þeir eru venjuiega heyrn-
arlausir og málvana og meir eða minna fábjánar, sem
verður að hjúkra eins og ungbörnum. A Svisslandi hitt-
ast ,kretinar‘ einkum í Wallis, Ticino og Graubíinden; en
hefur að sögn fækkað töluvert á síðari árum, eptir því
sem bjargræðisvegir og húsakynni batna og þrifnaður og
hreinlæti fer í vöxt.