Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 81
8i
fyrir ofan dyrnar; voru mörg risuleg hús þar 80—ioo
ára gömul, og sum þaðan af eldri.
Alþýðumenntun og skólar.
Alþýðumenntun og þjóðmenning á Svisslandi er yfir-
leitt einkargóð og á landið ekki hvað sízt því að þakka, að
atvinnuvegir og velmegun þjóðarinnar eru í svo góðu lagi.
Lökust er alþýðumenntunin í Uri og Wallis; mun það
bæði vera að kenna hinni römmu pápisku, er liggur þar
í landi, og erfiðleikum þeim, er leiða af strjálbyggð og
mannfæð. Flest öll hin hjeruðin, en þó einkum Ziitich
og Basel, leggja fram miklu meira fje til kennslumála en
nokkurra annarra hluta, enda ber allt hið ytra útlit skólanna
þess vott, því að margir þeirra geta kallast skrauthýsi í
sinni röð. Fyrirkomulag skólanna er mjög mismunandi í
Sviss, af þvi að hvert fylki hefir sjerstaka skólalög-
gjöf. Eg skal hjer á eptir drepa lauslega á helztu atrið-
in, sem eru nokkurn veginn sameiginleg í skólafyrirkomu-
lagi fylkjanna. Er þá fyrst að nefna hina lægri barna- og
alþýðuskóla með 6—9 ára skólaskyldu; í sambandi við
þá eru víða æðri alþýðuskólar. Skyldugreinar í þessum
lægri skólum eru: móðurmálið, reíkningur og flatarmáls-
fræði, saga og landafræði (í sumum fylkjum er þó að eins
kennd landafræði og saga Svisslands), náttúrufræði (sumstað-
ar), skript, dráttlist og leikfimi; stúlkubörn læra auk þess að
sauma og prjóna. Loks geta börnin, ef foreldrarnir óska
þess, fengið tilsögn í kristnum fræðum í skólunum; en
annars er grein þessi hvarvetna kjörfrjáls, og þykir það gefast
vel. í nokkrum fylkjum eru kenndar enn fleiri greinir, svo
sem ágrip af bókfærslu og heilsufræði, undirstöðuatriði
stjórnmála og stjórnarlög landsins, trjárækt, aldinrækt og
smíðar. Þar er og stúlkum veitt tilsögn í hússtjórn og mat-
reiðslu. Loks læra börn þau, sem eiga heima í fylkjum
6