Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 91
9i
Enn má greina smærra, ef vill, t. d.
S9i TÁfeðlisfrœði dýra.
591.1 Lifeðlisfræði
591.11 Blóðrásin
591.12 Andardrátturinn
591.15 Næringin
591.131 Fæðuföngin. Fæðu aflað
591.132 Melting
591.133 Fæðan samlagast líkamanum
591.134 Vöxtnr
591.135 Þroskun
591.136 Viðgerð slits
591.137 Framleiðsla lífræns efnis
591.138 Skilyrði fyrir næringarstarfseminni
591.139 Langlífi, lífsþróttur.
Og svona má halda áfram undirskifdngum eftir þörf-
um takmarkalaust.
A svona smágerðri flokkun þarf ekki að halda nema
á stærstu söfnum, og sjaldan svona smásmugult nema í
einstöku grein.
Ég skal nú gera ráð fyrir, að 10 aðalflokkarnir, sem
ég nefndi, dugi flestum, sem þessi ritgercf er ætluð, með
lítilfjörlegri deildaskifting í sumum flokkum. Skal ég, án
þess að fara út í deilda-flokkun (nema á örfám stöðum),
fara nokkrum orðum um hvern flokk, og benda á sumt
það, er undir hvern heyrir, til leiðbeiningar fyrir þá sem
ritgerð þessi er ætluð (því að það eru menn, sem eru
þessu máli áður ókunnugir), svo að þeir eigi hægra með
að heimfæra bækur rétt undir flokkana.
000 Alm enn r it. Þar heyra undir: Bókfræði.
Bókvörzlufræði. Alfræðibækur (Encylopædiur, Konver-
sations-lexica). Almenn ritsöfn (er að efni til mundu
heyra undir eina 2—5 eða fleiri aðalflokka). Félagsrit al-
menns efnis (Gjörðir [Transactions, Forhandlinger] vísinda-
félaga), að svo miklu leyti sem þau eru ckki birt í að-