Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 93
93
uppeldisfræði; verzlun og samgöngur; siðir og háttsemi,
búningar, þjóðsögur (alm., sbr. 2 o o).
Þurfi skiftingar á þessum flokki í smáu bókasafni,
er vel fallið að hafa sér í deildum: 340 lögfræði; 3 /0
uppeldisfræði og mentamál; 390 siðir, búningar, þjóð-
sögur; en hitt alt má hafa í einum flokki: ) o o.
400. Máljrœði. Samanburðar-málfr. Orðabæk-
ur. Svo má flokka eftir tungum.
/ o o. Náttúrufræði. Hér á uniian er lýst, hversu
þessum flokki má skifta í deildir, og þarf ekki meira um
það að orðlengja.
600. Ny t s e m d a r-l i s t i r eða hagnýtt náttúru-
fræði. Þar fer bezt, að telja fyrst almenn rit. Uppfundn-
ingar. Einkaleyfi. Þjóðráða og tilsagna söfn. Sér í flokki:
610 Heilsufræði og læknisfræði, með undirdeildum eftir
þörfum. 620 Vélfræði, verkfræði, vegagerð, vatnsleiðsla,
sorpræsing. • Hér til má telja: Loftsigling, vindhreyfa
(aéromotors), raflýsing; eimvélar, gasvélar, steinolíuvélar.
Hernaður á sjó og landi. 630 akuryrkja, búnaður, hús-
stjórn, matreiðsia. 650. Sagnfæri: skrift, hraðritun, vél-
ritun; prentun; pappirsgerð, stílsteypa, bókagerð, bókband;
bókverzlun; pappírsverzlun, ritföng. Firðritun alls konar;
málsimun; hljóðritun o. sv. framvegis. 66o. Efnafræðisl.
iðnir (sýrur, lyf; litun, bleiking; eldsneyti, skrauteldar,
sprengingar; ilmvötn, ölgerð; eimsvölun; víngerð; oliur, mál,
sápur, kerti; gljákvoður, lím, kátsjúk o. fl. o. fl.). 670. Verk-
smiðjur og handiðnir og ýmisl. iðnaður; þar til má telja:
málmsmíði alls k., trésmíði alls k.; uámar; gler; leður;
bandiðnir og flókaiðnir (ull, baðmull, silki, lín, spuni,
vefnaður). Sjómenska. Skipasmiðar; björgunarfæri; vitar.
Klæðskurður. Aktól, aktygi, vagnar. 690. Húsagerð (úr
hverju efni sem er); hitun húsa, vatnsleiðsla í hús; loft-
nýjun, o. s. frv.