Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 94
94
7oo. Fagrar listir. Fagurfræði alm. Alm.
rit. Blómrækt, blómgarðar. Byggingar-list (stílar í húsa-
gerð; skreytingar á húsum, o. fl.), Myndasmíði (högg-
nar myndir, hnoðmyndir; steyptar m.; skurðmyndir, tré-
skurður). Teiknun, málaralist; skreytingar (á gleri, leðri,
málmi, vefnaði; útsaumur o. fl.). Myndgröftur (alls k.
prentmyndagerð: málmstunga, myndsýring, tréskurður,
steinprentunarmyndir, »process-work« o. s. frv:). Ljós-
myndun. Safn-listir (rithanda, frímerkja söfn o. fl.).
Tónalist. 790 Iðróttir, spil, töfl, leikar (fimleikar; skauta
ferð og skíða; sund; glímur; skilmingar; dans; hjólreiðar;
kapphlaup, kappreiðar; ýmsar listir og iðróttir: sjónhverf-
ingar, spilagaldrar o. s. frv.).
800. B ókm ent i r. Þar eru fyrst almenn rit-
höfundatöl og bókmentasögur (einstakra landa eiga heima
hér á eftir, undir einst. tungum, t. d. norskt rith.tal und-
ir norskar bókm., o. s. frv.); alm. yfirlit og sýnisbækur
af bókm. fleiri en einnar þjóðar eða tveggja. Þá má
skifta í deildir eftir málum, t. d. austurlenzkar bókm.;
grískar, latneskar, enskar (brezkar og amerískar), nor-
rænar fornar (þar undir íslenzk og norræn fornrit öll
fram að siðbótinni), íslenzkar (yngri en siðb.), danskar,
norskar, sænskar; þýzkar; frakkneskar; aðrar tungur. —
Hverri tungudeild má svo skifta í greinar: Ljóðmæli
(þar með söguljóð); leikrit; skáldsögur (og annar skáldsk
i sundurlausu máli). Ritsöfn einst. höfunda; einstök rit
höfunda; rökmet (kritik); mælskurit; ræður (veraldlegar)
fyndnirit. Ymisleg rit. Slíka greinaskifting rnun þó
sjaldnast þurfa að hafa nema í einni eða tveim máldeildum.
Annar vegur, og hann ef til vill einnatt fult svo þægi-
legur, er, að skifta alls ekki eftir tungum eða þjóðum,
nema í: fornmál (grísku, latínu); norrænu; íslenzku, og önn-
ur mál.