Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 96
96
án hennar er alls ekki auðið að hafa neinar reiður á
safninu eða eftirlit með því. Hún er ævisaga safnsins;
í henni á hver bók ævisögu sína frá því hún kom á
safnið og til æviloka sinna, sagða í einni línu.
Bók þessi á að vera í stóru arkar-broti, helzt nokk-
uð breiðu, og þverstrykuð eins og venjuleg stilabók; en
auk þess strykuð á langveginn í dálka. Fremsti dálkur
er mjór; í hann er rituð töluröð, i, 2, 4, o. s. frv.;
þ. e. 1 fremst í efstu línu; 2 í aðra línu, 7 i þriðju 1.,
o. s. írv. Hagkvæmast er, að síðulengdiu sé svo, að
annaðhvort sé 25 eða 30 linur á síðu. Bókin á að hafa
opnu-tölu, en ekki síðutölu, því að hverja þverlínu á
að lesa þvert yfir opnuna (báðar síður), og verður
töluraðar-dálkurinn fremst á fremri (vinstri) siðu opnunn-
ar. Næst kemur annar mjór dálkur fyrir mánaðardag.
Þar næst mjór dálkur fyrir kennimarkið (flokkunar-tölu
og aðfanga-tölu). Þá kemur breiður dálkur; í honum á
að standa titill bókarinnar — ekki endilega allur, en sem
styzt að má, svo að hann sé þekkjanlegur ótvírætt; jafn-
an skal hann byrja á nafni höfundar, ef það er kunnugt;
ella með fyrsta orði titilsins, því sem ekki er greinirinn;
þó má stundum velja annað orð, en ið fyrsta, ef bókin
þekkist bezt á því. T. d.: »Olajsson, Egg., Mat-urta-bók,
Kh. 1774, i2°.« (í staðinn fyrir: Stutt ágrip úr Lachano-
logia eda mat-urta-bók, um gard-yrkju á Islandi, o. s. frv.).
— »Nýja testam. og Dav. sálm. Oxf. ib6r, br. 8°.« (í
st. f.: Hið nýja testamenti o. s. fr.). — »Thoroddsen:
Landfræðissaga Isl. 3. b. 2. h. 8° Kh. 1^01).« Þá kem-
ur dálkur, ekki breiður, fyrir nafn sala (eða gjafara) bók-
arinnar. Er það skammstafað, svo að þekkist, ef það er
bóksala-nafn (t. d. S. E. = Sigf. Eymundsson. — S Kr.
= Sig. Kristjánsson; J. A. J. =Jón Armann Jónsson.
L. T. = Lárus Tómasson); »höf.« er nóg, ef höfundur-
inn hetir gefið eða selt bókina. Ella er það táknaö sem