Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 101
IOI
það, sem um hana biður, eða sá sem afhendir hana, eða
báðir), þá þarf aldrei að rita titil hennar, heldur að eins
kennimark, og er það mikill verksparnaður og tímasparn-
aður.------er þannig nægt, í staðinn fyrir: »Eitiar
Benediktsson, Sögur og kvæði, Reykjavík, 1897«.
Röðun i hillur.
Sé safnið eins manns eign, mjög lítið og ekki til
útlána ætlað, má á sama standa, hvernig því er raðað.
Sé það til útlána ætlað, er bezt að raða í skápana eftir
flokkum, eftir töluröð réttri; þó má hafa bækur í smáu
broti i efstu hillu eða hillum, og bækur í mjög stóru
broti í neðstu hyllu(m); þó svo, að stórar bækur í
einum flokki sé í neðstu hillu í sama skáp, sem smærri
bækur úr sama flokki. — Innan hvers flokks er bezt, að
raða bókunum eftir aðfanga-tölu, lægsta tala fremst og
hæsta aftast. Byrja skal að telja að ofan, en ekki að
neðan, svo að fyrst er byrjað í vinstra horni efstu hillu.
Sé meira en ein aðfanga-tala á einu og sama bindi,
þarf ekki að greina nema Jyrstu aðfangatöluna. Sé eitt
ritverk í mörgum bindum, skal láta þau öll standa sam-
an í skáp, þótt hvert hafi sína aðfanga-tölu; skal raða öll-
um síðari bindum næst á eftir inu fyrsta, en pvi er rað-
að eftir aðfangatölu sinni. I safninu er ávalt hægt að
finna hin bindin fyrir því, þótt þau standi þannig fram-
ar í röð en aðfangatala peirra segir til.
[í stærri söfnum þykir hentast að raða bókum eftir
stafrófsröð höfunda (og titla, þar sem höfundar eru ó-
kunnir). Má þá kennimerkja bók hverja með upphafs-
staf höfundar, einum eða fleirum. Þá yrði bók Einars
Benediktssonar, er áður var nefnd: 810i- Fleiri vegu
Be 297.
má og hafa í stóru safni].
Sé dálítið bætt við safnið árlega, veitir ekki af, þeg-