Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 103
ios
1877«- Sé höfundur óvís, er ritaður titillinn; byr-
jað á fyrsta orði hans, nema greininum (inn, in, ið;
hinn, hin, hið; einn, ein, eitt; sá, sú, það) slept; t. d.
»Nýja testamenti ... ásamt ... Davíðs sálmum. Oxf.
1866« [ekki: Hið nýja t.] — »Gamla visnabók. Hól. 1748«.
— Þó er hagfeldast, þegar bókin er kunnug undir ein-
hverju sérstöku orði titilsins, eða jafnvel nafni, sem ekki
stendur á titilblaðinu, að rita hana einnig sérstaklega und-
ir því nafni (kenni-nafni); t. d. »Vísnabók, sú gamla —
sjá: Gamla vísnabók*.
Hver bók er rituð á sérstakan miða eða pappa-
spjald, og er svo miðunum raðað eftir stafrófsröð, alveg
eins og orðum í orðabók.
2. Efnisskrá. Þegar hún er gerð, er í efstu línu
spaídsins skrifað najn þess flokks, sem bókin (ritið) heyr-
ir undir. í næstu línu byrjar svo skrásetningin alveg
eins og í höfunda-skrá. Hér skal sýna miða af hvorri
tegund fyrir sig: