Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 105
105
2. miði úr efnis-skrá.
Sio,i
507 Ljóð
Stepha nsson, Stephan G.
Á ferð og flugi. Kvæðabálkur. 64 bls.
12°. Rvík IyOO.
(Fyrri miðinn er sýndur í fullri stærð; en af síðara
miðanum er sýnt að eins svo mikið sem þarf).
Þessum efnismiðum er svo raðað, að allir miðar,
sem flokksmarkið byrjar með 8 á, eru flokkaðir sér
(8oo — bókmentir); allir, sem eru markaðir 8ío koma í
deild sér (ísl. bókm.); og af öllum miðum, sem eru
markaðir svo, eru svo aftur þeir, sem markaðir eru 810.1
(ísl. bókm., Ijóð), settir sér í undirdeild (grein). Öllum
miðum, sem markaðir eru 8io i, er svo raðað í stafrófs-
röð eftir upphafsorði 2. línu.
A þessum tveim sýnishornum má sjá, hvernig mið-
ar eru lagaðir, og hversu á þá er ritað. Þar sést, að
kennimarkið er ritað í vinstra efra horn. Höfundar-nafn
byrjar við fremra stryk, en bókar-nafn við eftra stryk.
Allar síðari línur ná á höfunda-miðum alveg fram að
rönd, en á efnismiðum að eins fram að fremra stryki.
Efnis-orðið í efstu línu efnismiða byrjar aftan við eftra
stryk. Sé höfundur ókunnur, svo að titill að eins sé rit-
aður, þá er látin auð lína fyrir ofan, er bæta megi síðar
í höfundar-nafninu, ef það finst. Sé eftir eðli sínu eigi
auðið að tilgreina höfund (t. d. Biblían; Klausturpósturinn
[því að tímarit eru ávalt skoðuð höfundarlaus]), þá er
bókarnafnið látið ná að fremra stryki á höfundamiðum,
en að eftra stryki á efnismiðum.