Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 106
Bezt er að hafa bœði höfunda-skrá og efnis-skrá yfir
hvert bókasafn.
y. Stafrófs-skrá yfir höjunda og efni í einu lagi. Þar
er yfir efnismiðum skrifað orð, sem bezt táknar smáan
flokk; t. d. »Postillur« eða »prédikanir« eða »ræður, and-
legar« (hvert orðið, sem menn vilja helzt velja) efst á
efnismiða hverrar bókar, sem þar heyrir undir. Menn
setja ekki »guðfræði«, þvi að það er svo viðtækt, að þar
yrði of margt undir. Menn velja sem yfirgripsminsta
flokka þar. Hver bók fær tvo miða (að minsta kosti),
annan höfundar-miða, hinn efnis-miða. Öllum efnis-mið-
um með sömu efnis-yfirskrift er raðað saman, hverjum eftir
annan istafrófs-röð annarar línu, en efnisflokkurinn sjálfur er
settur i stafrófsröð innan um höfunda-miðana. Dæmi
þessa má sjá ljóslega á »Stafrófsskrá yfir efni og höf-
unda i Tímariti ins ísl. Bókm.fél.«, sem félagið gaf út
sérstaka í fyrra — nema hvað þar eru ritgerðir i stað
bóka.
Þessi tilhögun á skrásetning mundi langhentust við
flest smá-söfn. Og mörg stór söfn kjósa hana helzt,
með því, að almennum lesendum verður greiðast að
finna eftir henui.1 Sum hafa þessa skrásetningaraðferð
jafnframt sérstakri efnis-skrá, og láta hana þá koma í
stað höfunda-skrár, enda felur hún i sér fullkomna höf-
unda-skrá í einni stafrófs-röð.
Sýnishorn:
Skáldsógur.
Hjörleifsson, E.: Vonir.
Janson: Pétur og Bergljót.
1) Af öllum skáldsögum, fornsögum, og öðrum bókum,
er bezt þekkjast af t i 11 i sínum, er bezt að gera líka titil-
miða, þar sem titillinn er leit-orð; t. d. »Piltur og stúlka«
í P-inu, en líka í »Th« (Thoroddsen, Jón: P. og st.).