Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 109
109
nafn, en viti ekki rétt nafn höfundar, á að setja pseud.
aftan við nafnið.
y. Sé höfundarnafn skammstafað, t. d. »eftir S.
J.«, þá skal setja á höfundar-miðann síðara eða síðasta
bókstafinn fyrst, og kommu á eftir; t. d.; »J., S.«
8. Efnismiðurn um ævisögur skal raða eftir nöfn-
um þeirra, sem ævisögurnar eru um, en ekki höfunda
nöfnum.
Þetta er að eins ætlað til að vera fdorð leiðbein-
ing um allra-helztu aðalatriði, handa þeim einum, sem
ekki kunna að bókaskrár-samning, en verða að annast
um smá-bókasöfn, án þess að hafa neina bókvörzlu-
þekkingu. Hve stutt og ófullkomin þessi ritgerð sé,
má marka af því, að handbók Dewey’s um flokkun (að
eins) er mörg hundruð blaðsíður í stærra broti en Tíma-
rit Bm.fél. og kostar 20 kr. Engin þolanlega fullkom-
in bók um skrásetning (að eins — flokkun ekki þar
með) er minni en svo sem 160 bls. í Tímarits-broti.
Flestar stærri. Til er að eins ein leiðbeining í þessu efni, sem
ég þekki, rituð í sama tilgangi og þessi grein mín,
en miklu styttri; enda vona ég að þessi litla grein mín
sé miklu Ijósari og gagnsmeiri óvönum.
Að endingu skal ég geta þess, að miða undir skrá-
setning, óstrykaða, má fá fyrir 25 au. hundraðið upp
til kr. 1,20., eftir gæðum. Strykaðir (sem eru langbeztir)
kosta frá 70 au. til 1 kr. 5o au. hndr. Ég mæli sér-
staklega með þeim sem kosta 75 au. Þeir eru nægilega
sterkir fyrir hvert smásafn.