Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 111
Hvíti selurinn.
Eftir
Rndyard Kipling.
Helgi Pétursson pýddi.
Alt þetta varð fyrir mörgum árum, þar sem heitir
Novastoshna eða Norður-Oddi á Pálseyju, allar leiðir aust-
ur í Beringshafi. Limmershin, rindillinn, sagði mér sög-
una, er hann hafði lent í reiðanum á gufuskipi á leið til
Japans, en eg hafði hann með mér niður undir þiljur,
vermdi hann og fóðraði nokkra daga, unz hann var ferða-
fær aftur til Pálseyjar. Limmershin er mjög skrítinn
smáfugl, en hann er sannorður.
Enginn fer til Novastoshna nema hann eigi þangað
erindi, og engir aðrir en selirnir eiga þangað erindi að
jafnaði. Þeir koma sumarmánuðina upp úr köldum, grá-
um sænum svo hundruðum þúsunda skiftir; því að
Novastoshna-fjaran er betur við sela hæfi en nokkur ann-
ar staður í heimi.
Fönguður vissi það, og hvar í sjó, sem hann var
kominn, svam hann á hverju vori bpint til Novastoshna,
eins og beinskreiður og flughraður sprengivélabátur, og
barðist mánaðartíma við félaga sína um góðan stað á