Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 116
og möðir hans hafði sagt honum í kvæðinu, og drukn-
að hefði hann, ef ekki næsta bára hefði skolað honum
upp aftur.
Eftir það lærði hann að liggja í lóni í flæðarmálinu,
svo að ölduflóðið rétt tók yfir hann og lyfti honum upp
meðan hann buslaði; en hann hafði alt af vakandi auga
á stórum bárum, sem gætu orðið honum að meini. í
tvær vikur var hann að læra að beita hreifunum og allan
þann tíma var hann sífelt að veltast f vatnið og upp úr
því aftur með hósta og kaflátum, skríða upp fjöruna og
blunda á sandinum og hverfa aftur í sjóinn — unz hann
fann að lokum, að sjórinn var hans rétta heimkynni.
Það má fara nærri um, hvernig hann hafi síðan
skemt sér með félögum sínum, er þeir stungu sér í líð-
andi öldurnar; eða þegar þeir létu berast á brimskafli og
lentu með skellum og skvettum, er stóraldan óð sjóðandi
lengst upp á fjörur; eða þegar þeir stóðu réttir í vatninu
og klóruðu sér í hausnum eins og gamla fólkið gerði;
eða þegar þeir voru að leikum á sleipum þangklöppum,
sem rétt að eins skolaði yfir. Við og við sá Kotick
þunt horn, líkt stórum hákarlsugga, sem barst fram með
ströndinni hægt og hægt, og hann vissi að það var morð-
hvalurinn, háhyrningurinn, sem 'étur unga seli hvenær
sem hann nær i þá; og Kotick beindi sundið til lands
eins og ör flygi, og ugginn ruggaði burt í hægðum sín-
um, eins og hann hefði ekki verið að gá að neinu.
Seint í októbermánuði fóru selirnir að leggja frá
Pálseyju út á djúphafið, ættum og hópum saman, og
yngisselirnir léku sér hvar sem þeir vildu. »Næsta ár«,
sagði Matka við Kotick, »verður þú yngisselur, en þetta
árið verðurðu að læra að veiða fisk«.
Þau lögðu á stað saman út á Kyrrahaf, og Matka
sýndi Kotick hvernig hann ætti að sofa á bakinu, með
hreifana fast upp að síðunum og litlu snoppuna rétt að