Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 117
eins upp úr vatninu. Engin rugga er eins þægileg eins
og breiðar, vaggandi haföldur. Þegar Kotick fann til
sviða um alt sitt skinn, sagði Matka að hann
væri að læra hvernig vatnið væri að finna, og að
stingandi sviði boðaði óveður; hann yrði því að synda
hart og komast á burt.
»Innan skamms* sagði hún, »muntu vita, hvert þú
átt að synda, en um sinn munum við elta hnisuna, því
að hún er mjög vitur«. Hnísuvaða reif sig kafandi á-
fram í vatninu og Kotick litli elti þær eins hratt og
hann gat. »Hvernig vitið þið hvert skal halda?« másaði
hann. Forustuhnísan ranghvolfdi í sér hvítum augunum
og kafaði: »Mig svíður í sporðinn, bamungi«, sagði hún.
»Það veit á að stormur sé á eftir mér. Afram ! Þegar þú
er fyrir sunnan Kvoðuvatnið (hún átti við Miðjarðarbaugs-
svæðið) og þig svíður í sporðinn, þá veit það á storm
fyrir framan þig og þú verður að stefna norðar. Afram!
Eg kenni vatnsins hér að illu«.
Þetta var eitt af fjölmörgu, sem Kotick lærði, og
hann var alt af að læra. Matka kendi honum að elta
lúðuna og þorskinn eftir grynningunum og kippa klett-
fiskinum út úr holu sinni; hvernig hann ætti að renna
sér eftir skipskrokkum, sem lágu á ioo faðma dýpi, og
þjóta sem örskot inn um eitt gatið á skipshliðinni og út
um annað eftir því sem fiskarnir skutust; hvernig hann
ætti að dansa á öldutoppunum, þegar eldingarnar æddu
um alt himinhvolfið, og veifa kurteislega hreifunum til
stélstutta albatrossins og örnungsins1), er þeir rendu fram
hjá honum góðan byr; hvernig hann ætti að hlaupa 3
eða 4 fet upp úr vatninu, líkt og höfrungar, með fram-
hreifana fast að síðunum og fótahlutann kreptan upp und-
1) Man-of- war-Hawk ■ (Tachypedes aquila). d. Fregat-
fugl, Þ ý S.