Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 118
ir sig; hún kendi honum að láta flugfiskinn eiga sig, af
því hann er ekkert annað en beinin; að rífa hnakkann úr
þorski á fullri ferð á io faðma dýpi; og loks að stað-
næmnst aldrei til að horfa á skip eða bát, einkum ef það
væri róðrarbátur. Að sex mánuðum liðnum vissi Kotick
alt sem vert er að vita um djúphafsfiski, og allan þann
tíma hafði hann aldrei stutt hreifum á þnrt land.
En einn dag þegar hann lá blundandi í volgum sjón-
um einhversstaðar nálægt eyjunni Juan Fernandez, fanst
honum einhver deyfð og drungi í sér öllum, rétt eins og
mannfólkinu verður, þegar vorið er í fótunum á þvi; og
hann mundi eftir góðu, föstu fjörunum á Novastoshna,
7000 mílur i burtu, leikunum sem félagar hans léku,
lyktinni af þanginu, hávaðanum í selunum og áflogunum.
A sömu mínútu sneri hann á norðurleið og sótti fast
sundið. A leiðinni urðu fyrir honum hópar af félögum
hans, er allir stefndu til sama staðar, og þeir sögðu:
»Heill Kotick! þetta árið erum við allir yngisselir og við
getum dansað elddansinn í boðunum út af Lukannon og
leikið okkur á nýgrónu grasinu. En hvernig fekstu svona
litt skinn?«
Feldur Koticks var nú nærri því mjallhvítur, og þó
að hann miklaðist mjög af þvi með sjálfum sér, varð hon-
um ekki annað að orði en þetta: »Herðið sundið! land-
þrána leggur mér inn í bein«. Og þannig komu þeir
allir á fjörurnar, þar sem þeir höfðu fæðst, og heyrðu til
gömlu selanna, feðra sinna, er þeir börðust í sígandi
þokunni.
Þá nótt dansaði Kotick elddansinn með veturgömlu
selunum. Hafið er um sumarnætur fult af eldi nlla leið
frá Novastoshna til Lukannon og aftur undan hverjum sel
verður rák eins og af brennandi olíu, blossandi glampa
bregður fyrir, þegar hann hleypur upp, og öldurnar brotna
í löngum lýsandi gárum og hringum. Þv* næst sneru