Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 121
121
Þess vegna héldu þeir áfram mjög hægt, fram hjá Sæ-
Ijónseiði og Webstershúsi, unz þeir komu að salthúsinu
sem lá svo, að rétt að eins fal sýn fyrir selunum í fjör-
unni. Kotick elti másandi og forviða. Hann hugði að
hann væri kominn á enda heims, en öskrið frá sel-látr-
unum að baki honum var að heyra sem dynur af eim-
lest í berggöngum. Því næst settist Kerick .niður á mos-
ann, dró upp messingúr eitt mikið og lét hópinn kæla
sig í '30 minútur, og Kotick gat heyrt þegar þokuvætan
lak af hattbarði hans. Því næst komu þar 10 eða iz
menn, sem allir höfðu járnkylfur vafðar, Kerick benti á
einn eða 2 úr hópnum sem voru bitnir af félögum sín-
um eða voru of heitir, og mennirnir spörkuðu þeim frá
með þungum svarðstígvélum sínum; því næst sagði Ker-
ick: »Hefjist handa!« og mennirnir rotuðu selina með
kylfuhöggum eins hratt og þeir gátu.
Tiu mínútum siðar gat Kotick litli ekki þekt vini
sína lengur, því húðirnar voru flegnar af þeim frá trýni
og aftur á tær, svift af þeim og fleygt á völlinn í stóra
hrúgu.
Nú var Kotick nóg boðið. Hann sneri aftur og
stökk niður að sjó (selur getur stokkið hart um skamma
stund) og litlu nýju kamparnir hans risu af hryllingi.
Við Sæljónseiði, þar sem hin stóru sæljón liggja fram við
brimgarðinn, fleygði hann sér á höfuðið i svalan sjóinn
og vaggaðist þar og stundi aumlega. »Hvað er að?«
sagði eitt sæljónið óþýðlega; því sæljónin skifta sér vana-
lega ekki af öðrum.
»Scoochnie! Ochen scoochnie!« (»Eg er einmana,
mjög einmanaU), sagði Kotick. »Það er verið að drepa
alla yngisselina á öllum fjörunutn!«
Sæljónið leit við. »Hvaða bull!« sagði það; »aldrei
hefir látið hærra í vinum þínum en nú. Þú munt hafa