Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 122
122
séð Kerick gamla fara með rekstur. Hann hefir gert það
í 30 ár«.
»Mig hryllir við«, sagði Kotick og andæfði, er aldan
reið yfir hann, og vatt við hreifunum eins og skrúfu,
svo að hann stöðvaðist að eins þrjá þumlunga frá skörð-
óttri klettabrún.
»Vel gert af vetrung«, sagði sæljónið, sem kunni að
meta þegar vel var synt. »Eg býst við að þetta sé frem-
ur geigvænlegt frá þínu sjónarmiði; en ef þið selir leggið i
vanda ykkar að koma hingað ár eftir ár, þá er svo sem
auðvitað að mennirnir komast að því, og þið verðið alt
af reknir til dráps nema þið getið fundið einhverja eyju,
þar sem aldrei kemur maður«.
»Er ekki til nein slík eyja?« spurði Kotick.
»Nú hefi eg fengist við flyðruveiðar 20 ár, en
slíka eyju get eg ekki hrósað mér af að hafa fundið enn.
En bíddu við — þú virðist vera gefinn fyrir að tala við
þá, sem þér eru betri; við skulum gera ráð fyrir, að þú
farir til llostungseyjar og finnir að máli rostunginn Sæ-
forna. Það getur verið að hann viti eitthvað. En farðu
ekki svona geyst. Væri eg í þínum sporum, anginn, þá
mundi eg fyrst hafa mig upp á land og sofna«.
Kotick fanst þetta heillaráð; hann synti því yfir í
sina eigin fjöru og svaf um hálfa stund, allur með smá-
kippum eins og selum er títt. Því næst stefndi hann
rakleiðis til Rostungseyjar, sem er lítil, lág og klettótt
eyja, hér um bil beint í norðaustur frá Novastoshna, þar
sem hamrasyllurnar eru alsettar mávahreiðrum og rostung-
arnir hafast við einir sér.
Hann lenti nálægt Sæforna, hinum afarstóra rostung,
sem á heima norðan til í Kyrrahafi og er ljótur, spik-
þrútinn, nöbbóttur, digursvíraður og hefir langar skögul-
tennur; hann er mjög ófrýnilegur nema þegar hann er i