Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 125
123
fór hann einn síns liðs könnunarferð nm alt Kyrrahaí
frá norðri til suðurs og synti alt að þrem hundruð mil-
um á sólarhring. Gerðist í þeirri ferð svo margt, að
ekki verður tölu á komið, og Kotick dró nauðulega und-
an buslháfnum, blettháfnum og hamarhöfðanum, og hann
mætti öllum hinum tortryggilegu föntum, sem vaða upp
og niður um höfin, og purpurablettóttu skelfiskunum,
sem eru fastir á sama stað svo hundruðum ára skiftir og
miklast mjög af því. En aldrei rak hann sig á sækií og
aldrei fann hann eyju, sem honurn gætist að.
Ef fjaran var góð og hörð, og leikvöllur upp af
handa selum, þá sá hann alt af bera við himin reykinn
úr hvalveiðaskipi, sem var að bræða lýsi; og Kotick vissi
hvað pað þýddi. Eða að öðrum kosti sá hann að selir
höfðu einu sinni bygt eyna, en verið strádrepnir, og Kot-
ick vissi, að þar sem menn höfðu einu sinni komið,
mundu þeir koma oftar.
Hann tók tali gamalt stélstutt albatross og sagði það
honum, að Kerguelen-eyland, það væri einmitt staðurinn
þar sem fá mætti frið og ró. Kotick brá sér þangað,
fekk ofsa krapastorm með þrumum og eldingum, og lá
við sjálft að hann týndi lífinu í hönirum nokkrum, svört-
um og geigvænlegum. Þó gat hann séð, er hann streitt-
ist á móti veðrinu, að einnig þar höfðu einu sinni verið
sellátur. Og svo var það um allar eyjar, sem hann
kom í.
Af þeim taldi Limmershin upp mjög margar, því
hann sagði að Kotick hefði verið fimm ár í könnunar-
ferðum sínum, nema þá 4 mánuði sem hann hvildist
hvert ár á Novastoshna, og þá drógu yugisselirnir dár að
honum og ímyndunareyjunum hans.
Hann fór til Gallapagos-eyja, er það um miðja jörð
og svo hræðilega þurt, að hann bakaðist nærri til bana;
hann fór jafnvel til smáeyjar einnar suður af Góðrarvon-