Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 127
127
móðir min, að það er alt af sjöunda báran, sem veður
lengst upp á fjöruna*.
Þótt undarlegt megi virðast, leizt einnig öðrum sei
að fresta giftingu sinni til næsta árs, og Kotick dansaði
með henni elddansinn fram með öllum Lukannonfjörum,
nóttina áður en hann lagði upp í síðustu könnunar-
ferð sína.
í þetta skifti hélt hann vestur á bóginn, því hann
hafði komist ofan á stóra flyðrutorfu og hann þurfti að
minsta kosti ioo pund fiskjar á dag, til að halda sér
vel ferðafærum. Hann elti lúðurnar unz hann var þreytt-
ur orðinn og lagðist svo til svefns í lægðum undiröld-
unnar, sem stefnir á Kopareyju. Hann þekti vel strönd-
ina, og um miðnætti, þegar hann fann að hann var kom-
inn á þarabing, sagði hann: »Hm, stríður fallstraumur-
inn í nótt« og hann sneri sér við undir yfirborði vatns-
ins, lauk hægt upp augunum og teygði sig. Því næst
stökk hann upp eins og köttur, því hann sá einhver fer-
liki, sem snuðruðu um i grunnsævinu og bitu lajandi
þangið.
»1 allrar báru nafni« tautaði hann undir kömpum
sér. »Hverir í djúpsænum eru þessir?«
Þessi dýr voru ekki lík neinum hval, sel, rostung,
sæljóni, birni, háf eða smokk, sem Kotick hafði nokkurn
tima séð áður. Þau voru 20—-,o fet á lengd og höfðu
enga afturhreifa, en sporð sem svipaði til reku og leit út
eins og hann hefði verið búinn til úr votu leðri. Höf-
uðin á þeim voru hin aulalegustu að sjá og dýrin stóðu
á sporðum, þar sem djúpt var, þegar þau voru ekki á
beit, hneigðu hvert öðru hátíðlega og veifuðu framhreif-
unum eins og feitur maður handlegg sínum. »Urmhust-
um!« sagði Kotick. »Skemtið þið ykkur vel, góðir háls-
arr« Ferlíkin svöruðu með því að hneigja sig og veifa
hreifunum eins og áður.