Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 128
128
Þegar þau fóru að bíta aftur, sá Kotick að efri vör-
in á þeim var klofin í tvo flipa, sern þau gátu glent hér
um bil fet í sundur og losuðu þau víst einar tvær skeff-
ur af þangi, þegar þau kreistu aftur flipana saman. Þau
vöðluðu síðan upp í sig þessu góðgæti og tugðu með
alrörusvip.
»Þetta er vandræða mataræði« sagði Kotick. Fer-
likin hneigðu sig enn, og Kotick fór að renna í skap.
»Gott og vel« sagði hann. »Þó að það sé einhver auka-
liður i framhreifunum á ykkur, þá þurfið þið ekki að
láta bera svona mikið á því. Eg sé að þið hneigið ykk-
ur snyrtilega; en mér þætti gaman að vita, hvað þið heit-
ið?« Fliparnir hreyfðust og glentust sundur og grænu
klakaaugun gláptu; en ekki fekst úr þeim orð.
»Jæja þá« sagði Kotick; »þið eruð einu skepnurnar,
sem eg hefi rekið mig á, er ljótari séu en Sæforni —
enda kunnið ykkur ver«.
Þá flaug honum alt í einu í hug, hvað svartbakarnir
höfðu gargað til hans þegar hann, lítill vetrungur, hafði
verið á Rostungseyju, og hann veltist aftur á bak i sjón-
um, því hann vissi að hann hafði nú loksins fund-
ið sækúna.
Sækýrnar héidu áfram að rífa í sig þangið og Kot-
ick lagði fyrir þær spurningar á öllum þeim tunguniál-
um, sem hann hafði lært nokkuð í á ferðurn sínum; og
sæfólkið talar nærri því eins mörgum tungum og rnann-
fólkið. En sækýrnar svöruðu ekki, af því að sækýrin er
mállaus. Hún hefir einungis sex hálsliði, þar sem hún
ætti að hafa sjö, og það er almælt í sjó, að það sé það
sem aftrar henni frá að tala, þó ekki nema væri við fé-
laga sína. En — eins og þér vitið — þá hefir hún
aukalið í framhreifum sínum og með því að veifa þeim
ýmsa vegu, hefir hún búið sér til nokkurs konar ófull-
komið fingramál.