Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 133
133
siðan óðu þeir báðir saman stærilátir fram og aftur urn
fjöruna og öskruðu.
Um nóttina, einmitt þegar bjarma af iðandi norður-
ljósum brá fyrir í þokunni, klifraði Kotick upp á klett
einn og leit niður yfir fjölskyldurnar á tvístringi og sel-
ina særða og blóðuga. »Nú«, sagði hann, »hef eg kent
ykkur að lifa«.
»Það sver eg við kampa mína«, sagði Fönguður gamli
og var nú orðinn stirður mjög; hafði hann fengið mörg
sár og stór. »Sjálfur háhyrningurinn hefði ekki veitt
þeim stærri sár. Sonur, eg miklast af þér, og meir en
það; eg mun koma með þér til eyjar þinnar — ef slíkur
staður er til«.
»Heyrið þið, feitu sjávarsvín! Hver kemur með mér
til Sækúahellis? Svarið; ella mun eg kenna ykkuraftur«,
öskraði Kotick.
Nú varð kliður um alla fjöruna, líkt og gjálfur flóð-
öldunnar. »Við viljurn fara«, sögðu þúsundir þreyttra
radda. »Við munum fylgja Kotick, hvíta selnum«.
Þá lagði Kotick höfuð sitt niður að herðum og
lygndi aftur augunum drembilega. Hann var ekki hvítur
selur framar, heldur rauður frá trýni og aftur á tær. En
hvað um það, honum hefði þótt lítilmannlegt að hyggja
nokkuð að sárum sínum eða eiga við þau.
Viku seinna stefndi hann og her hans (nærri því tíu
þúsund yngisselir og gamlir selir) norður til Sækúahellis,
og fór Kotick fyrir, en selirnir, sem eftir urðu á No-
vastoshna, kölluðu þá aula. En vorið eftir, þegar þeir
hittust allir á fiskimiðum Kyrrahafs, létu selir Koticks
svo mikið yfir nýju fjörunum fyrir handan Sækúahelli, að
fleiri og fleiri selir yfirgáfu Novastoshna.
Auðvitað varð þetta ekki alt í einu, þ?í að selirnir
eru lengi að velta fyrir sér málum; en ár frá ári hurfu
fleiri selir burt frá Novastoshna og Lukannon og öðrum