Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 135
i35
tnenn sjá, kemur skáldið að í dýrasögu þessari ýmislegri
speki, sem einnig snertir mannlífið.
Selirnir, sem sagan er af, eru eyrnaselir, þeir er sæ-
birnir nefnast, og eru feldirnir af þeim, þótt undarlegt
rnegi virðast, nefndir sæljónaskinn.
Um seli.
Samkvæmt þjóðtrúnui eru selirnir menn í álögum, og
er sú trú líklega sprottin af þvi, hvað selshausarnir eru
gáfulegir. Selsheilinn er líka fullkomnari að skapnaði en
nokkur annar rándýrsheili, þó að hundsheilinn sé með-
talinn. Dýrafræðingum þykja allar líkur til þess, að for-
feður selanna hafi einhvern tíma — fyrir mörgum miljón-
um ára — verið landrándýr, en þessi landrándýr neydd-
ust af einhverjum ástæðum meir og meir til að fara að
»stunda sjó« og skapnaður þeirra breyttist. En hin mikla
skynsemi þeirra stendur nú einmitt t sambandi við það,
að þeir, sem voru landdýr að uppruna, áttu — einkurn í
fyrstu, meðan þeir voru að »venjast« sjónum — mjög
erfitt uppdráttar sem keppinautar hákarla og annarra sjó-
ræningja. En þeim var annaðhvort, að duga eða drepast,
•og skynsemi er vopn í baráttunni fyrir tilverunni, engu
síður en klær og tennur, og þetta vopn skapaði sjálf bar-
áttan þeim smátt og smátt, eins og öll þessi breyting
jfirleitt mun hafa gerst á mjög löngum tíma.
Á nokkuð svipaðan hátt verður að gera sér grein
fyrir hinu yfirgnæfandi viti mannkynsins, og skal hér þó
rétt að eins drepið á þetta efni. Forfeður mannanna —
fyrir nokkurum miljónum ára — voru, að því er menn
(þ. e. þeir, sem helzt hafa vit á) alment álíta, dýr, sem
liöfðust við á trjám. En ný og erfið lifskjör urðu til
þess að glæða skynsemi þeirra og koma þeim á stað til
þess, sem nú er orðið.