Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 136
1-56
Það er ein af merkilegustu setningum líffræðinnar,
að myndunarsaga einstaklingsins sé eins og stutt og ó-
fullkomið ágrip af myndunarsögu tegundarinnar. Vér
getum því búist við, að sjá á selunum einhverjar menjar
þess, að forfeður þeirra hafi verið landdýr, og skal eg
stuttíega nefna sumt af því, að sleptu þó fósturlífinu.
Alt, sem að æxlun selanna lýtur, fer fram á þurru
landi, eins og segir í sögunni. Kóparnir hata þegar þeir
fæðast löng og þétt hár, sem þeir missa síðan, og ekki
kunna þeir að synda fremur en ungbörn, eins og segir
að framan. Hreifar selanna bera það greinilega með sér,
að þar eru ganglimir, sem hafa breyzt í sundíimi. I aft-
urhreifunum eru t. a. m. öll sömu bein og íjfótlegg
mannsins og fæti: lærbein, dálkbein og sköflungur, fótlið-
ar-, millifótar- (ristar)- og tábein. En lærleggurinn er
hér afarstuttur, en fóturinn langur; aðaláreynslan er á fæt-
inum sjálfum, en lærleggurinn hefir að heita 'má hnesta
þýðingu vegna liðamótanna að eins, og því hefir hann
orðið svona stuttur. Selurinn beitir hreifunum líkt og
fiskarnir sporðinum, og af því að mest reynir á báða fót-
jarkana, eru langstærstar og sterkastar fyrsta og fimta táin
(»litla táin«), en miðtærnar, sem minna reynir á,.- miklu
styttri og grennri. Eyrnaselirnir — sem sagan er af —
geta gengið miklu betur á landi en aðrir selir,®og nota
afturhreifana til gangs, en það gera aðrir selir alls ekki.
I samræmi við þetta eru jaðartærnar á eyrnaselunum ýlít-
ið stærri en hinar tærnar. Einnig má geta"þess^að klærn-
ar á fullorðnum selum eru að tiltölu miklu rrtinni en á
kópurn (eða sérstaklega á selafóstrum). Þeir nota klærn-
ar lítið eða ekkert og eru þær því miklu minni en þær
voru á forfeðrum þeirra endur fyrir löngu.
Það er óneitanlega mjög villugjarnt á þeim vegi til
að skýra fyrir sér skapnað dýra, sem hér er vikið á
lítið eitt, en önnur betri leið mun varla vera til.