Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 138
Landaleitir fornmanna
Norðurhðfum.
í Kringsjaa XI. (1898) stendur ritgerö eftir Alexander
Bugge (son hins nafntogaða fræðimanna-öldungs S. Bugges),
sem nefnd er: »Vore forfædres opdagelsesreiser í polar-
egnene«, og er meginhluti henuar þjddur í þessari grein
miuni, en sumstaöar hefi eg breytt nokkuð til, þar sem eg
þóttist vita betur, svo sem um útför Eiríks rauða og upp-
hafsár Grænlands bygðar, sem Al. Bugge lætur vera 990 (en
fuud Grænlands 985), og getur það ekki verið rétt, því að
það kemur beint í bága við frásögn Ara fróða, sem skilríkust
er. Svo er miðkafli norsku ritgerðarinnar, sem snertir lifu-
aðarháttu og andlega starfsemi Grænlendinga að fornu, feldur
úr að mestu leyti, því að um sama efni má lesa í »Græn-
lendinga sögu«, eftir próf. Finn Jónsson. En þar sem vikið
er frá ritgjörð Al. Bugges, er þess jafnan getið ueðanmáls.
Jón Jónsson að Stafajelli.
Framfarir í siglingum og skipasmíðum er einhver
mikilvægasti árangurinn af byltingum vikingaaldarinnar á
Norðurlöndum. Grikkir voru engir sérlegir sjómenn, og
etin síður Rómverjar. Jafnvel Fönikar hættu sér sjaldan
út á rúmsjó. Skip þeirru voru ekki iöguð til slíkra ferða,
heldur eingöngu til strandferða. Þeir notuðu segl í byr
og árar í andviðrum, enda voru þeir seinfærir í sjóferð-