Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 142
142
sagt. Nafnið Gandvík bendir á þá trú fornmanna, að
tröll og óvættir og alls konar töfralýður ætti heima á
Bjarmalandi og öðrum löndum þar í grend, enda eru til
margar fornaldarsögur um viðureign Norðmanna við'
hrímþursa og annað galdrahyski í þessurn löndum. En
það vitum vér með sanni, að Norðmenn hafa komist
langt norður í höf í landaleitir um þessar slóðir á 11. og
12. öld. Adam frá Brimum segir frá því, að norrænn
höfðingi, Hnraldur að nafni, hafi viljað kanna Ishafið, og
komist nær því á heimsenda, en það hafi legið við, að
hann rækist þar út í voðalegan hyldýpissvelg. Frásögn
þessi er nokkuð óljós; en það má ráða af henni að Har-
aldur harðráði, sem var manna djarfastur og hinn mesti
athafnamaður, hafi siglt norður í höf og hitt þar svelg
eða hringiðu í sjónum (sem sumir menn hafa haldið að
væri hafsaugað)1). Enn furðulegri frásögur um norður-
hafsferðir finnast hjá Adam frá Britnum, í Danmerkur-
sögu Saxa og íslenzkum fornaldarsögum; einkum eru
kynleg æfintýrin um »Bjarmaland hið ytra« (Riarmia ul-
terior), sem menn hafa hugsað sér að væri fyrir norðan
eða norðaustan hið sanna Bjarmaland og bygt af jötnum,
sem ættu að ráða fyrir geysimiklum auðæfum2). (Hér mun
fornum átrúnaði og hugmyndum um fötunheima, Hvergelmi
o. fl. vera blandað saman við ferðasögurnar.). En það er
eigi að síður áreiðanlegt, að menn hafa fundið ný lönd langt
norður í höfum á þessum öldum, því að ísl. Ann. (Storms
dtg. I (K.) 22. bls.; III (O.) 62. bls.; IV (C.) 121. bls.)
1) Það sem stendur milli sviga, eru viðaukar mínir (J.
J.), og sumstaðar er aftur málið nokkuö stytt, og vafaatriði
feld úr eða sett milli sviga.
2) Nokkuð svipaðar hugmyndir koma fram í frásögn
Nestors munks frá Kijev um hellisþjóð nokkra í fjöllum við
íshafið (fyrir norðan og austan Bjarmaland).