Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 142

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 142
142 sagt. Nafnið Gandvík bendir á þá trú fornmanna, að tröll og óvættir og alls konar töfralýður ætti heima á Bjarmalandi og öðrum löndum þar í grend, enda eru til margar fornaldarsögur um viðureign Norðmanna við' hrímþursa og annað galdrahyski í þessurn löndum. En það vitum vér með sanni, að Norðmenn hafa komist langt norður í höf í landaleitir um þessar slóðir á 11. og 12. öld. Adam frá Brimum segir frá því, að norrænn höfðingi, Hnraldur að nafni, hafi viljað kanna Ishafið, og komist nær því á heimsenda, en það hafi legið við, að hann rækist þar út í voðalegan hyldýpissvelg. Frásögn þessi er nokkuð óljós; en það má ráða af henni að Har- aldur harðráði, sem var manna djarfastur og hinn mesti athafnamaður, hafi siglt norður í höf og hitt þar svelg eða hringiðu í sjónum (sem sumir menn hafa haldið að væri hafsaugað)1). Enn furðulegri frásögur um norður- hafsferðir finnast hjá Adam frá Britnum, í Danmerkur- sögu Saxa og íslenzkum fornaldarsögum; einkum eru kynleg æfintýrin um »Bjarmaland hið ytra« (Riarmia ul- terior), sem menn hafa hugsað sér að væri fyrir norðan eða norðaustan hið sanna Bjarmaland og bygt af jötnum, sem ættu að ráða fyrir geysimiklum auðæfum2). (Hér mun fornum átrúnaði og hugmyndum um fötunheima, Hvergelmi o. fl. vera blandað saman við ferðasögurnar.). En það er eigi að síður áreiðanlegt, að menn hafa fundið ný lönd langt norður í höfum á þessum öldum, því að ísl. Ann. (Storms dtg. I (K.) 22. bls.; III (O.) 62. bls.; IV (C.) 121. bls.) 1) Það sem stendur milli sviga, eru viðaukar mínir (J. J.), og sumstaðar er aftur málið nokkuö stytt, og vafaatriði feld úr eða sett milli sviga. 2) Nokkuð svipaðar hugmyndir koma fram í frásögn Nestors munks frá Kijev um hellisþjóð nokkra í fjöllum við íshafið (fyrir norðan og austan Bjarmaland).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.