Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 146
(Þrjá vetur hafðist hann við á Grænlandi (982—985), en
síðan einn hér á landi (985—986), áður en hann færi að
byggja landið, sbr. íslb. 6. k., Ldn. II. i4, Eyrb. 24. k.f
Safn til sögu Islands I. 337—338).
Eiríkur rauði heíir verið einhver hinn djarfasti sæ-
garpur, sem Noregur (og Island) hafa alið. En hann
hafði líka hyggindi til að stofna nýtt landnám, koma á
stjórn og skipulagi og gjörast höfðingi. Hann fór aftur
til íslands til að fá sem flesta til að byggja land það, er
hann hafði fundið og kallaði »Grænaland«, því að hann
»kvað menn þat myndu fýsa þangat farar, at landit ætti
naín gótt«. Hann fekk líka marga í för með sér og ár-
ið 986 »fóru 25 skip til Grænalands af Borgarfirði ok
Breiðafirði* hlaðin körlum og konum, börnum og kvik-
fé, en að eins »14 komust út, sum rak aptr, en sum
týndust«. Eiríkur tók sér sjálfur bústað í Eiríksfirði, þar
sem Brattahlíð heitir, en vísaði vinum sínum og fylgdar-
mönnum til landa þar í grendinni. Landnám fóru fram
á líkan hátt og á íslandi, og landið bj'gðist fljótt, að svo
miklu leyti sem það þótti byggilegt. Eiríkur rauði og
ættmenn hans urðu helztu mennirnir á Grænlandi. Hann
gjörðist sjálfur goðorðsmaður og fyrsti lögsögumaður
landsins.
(í greininnium »Grænalands landnám« í Ldu. II. 14.
eru nafngreindir ýmsir menn,1 er námu land í eystri
bygð, og þessu bætt við: »en sumir fóru til vestri bygð-
ar)«. Af því að oft er talað um eystri bygð og vestri
bygð, þar sem Grænlands er getið í fornritum, héldu
1) Það er merkilegt, að ekki er sagt frá ætt flestra
þeirra, og ekki einu sinni tilgreint faðerni þeirra. Einar,.
sem nam Einarsfjörð, má geta til að verið hafi af æit Ein-
ars Stafhyltings (sbr. Ldn. II. 30, Egilss. 81. k. og Ldn„
II. 3).