Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 150
i5o
heill; stafn rak upp við syðra land; þá var vika til vetr-
ar. Jöklar miklir gengu tveim megin víkrinnar (en til
vestrættar væntu þeir bygða). Þeir gjöra sér nú skála,
ok í þverþili; búa nú sínum megin hvárir. Mjöl nokkut
höfðu þeir til atvinnu sér; henda ok af selum (hvölum
og nskum) ok eiga þat allir saman. Dautt var íé þeirra
flest. Þorgils . . . bað sína menn vera hljóðláta ok sið-
sama á kveldum . . . Þat er sagt, at Jósteinn ok hans
menn gjörðu mikit um sik, ok höfðu náttleika með há-
reysti Nær vetrnóttum varð Þórey léttari at svein-
barni«. Um jólin kom sótt í lið Jósteins (líklega skyr-
bjúgur) og var það alt dautt »í miðja Gói«; þótti þeim
er eftir lifðu sem það gengi aftur, og voru líkin seinast
brend öll á báli'. Sumarið eftir »máttu þeir eigi brott
leita fyrir ísum« og urðu að vera þar annan vetur, »ok
er vorar, mega þau ekki í brott komast« (Flóam. 22. k.).
»Einn góðan veðrdag segir Þorgils at þeir muni
ganga á jökla ok vita ef þeir sæi nokkut leysast ísinn.
Þrælarnir skulu róa at veiðifangi, en Þórarinn bryti skal
ýta, ok vera síðan hjá Þóreyju«. Það er sagt, að hún
hafi legið í rekkju löngum, og virðist líklegast, að hún hafi
þá ný-alið sveininn Þorfinn, er síðar segir frá, en fyrra
barnið hafi verið dáið. Þá er þeir komu aftur síðdegis,
var báturinn horfinn, og er þeir »gengu í skálann, voru
í brott allar kistur ok svá menn«, en Þórey »var öndut,
en sveinninn saug hana dauða«. Vitnaðist það síðar, að
þrælarnir höfðu myrt hana og strokið síðan á bátnum.
»Brott var sópað öllum vistum«. Til að bjarga lífi sveins-
ins tók Þorgils það til bragðs, að skera í geirvörtu sina,
»fór fyrst úr blóð, siðan blanda, ok lét eigi fyr af en ór
1) Hér kemur fram hjátrú fornmanna á alls konar
vættum, er áttu að vera á ferð um jólaleytið (sbr. ritgjörð
Sæm. Eyólfssonar í Tím. Bmf. XII. 119—127).