Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 151
fór mjólk, ok þar fæddist sveinninn upp við þat«. (Rann-
sóknir nú á dögum hafa sýnt, að þetta er eigi ó-
mögulegt).
»Þeir Þorgiis sóttu fast at veiðifangi, ok gjörðu sér
einn húðkeip, ok bjuggu innan með viðum« (Flóam. 2-j.
k.). Nú höfðu þeir verið innibyrgðir nokkuð lengur en
hálft annað ár. »Síðan losnar ísinn, ok leitar Þorgils ok
hans menn þá í brott, ok komast til Seleyra (Seleyja)
um sumarit ok voru þar um vetrinn«. Það þykir lík-
legast, að Þorgils hafi fyrst komið þangað, sem nú er
kallað Egedes-land, milli 68° og 700 n. br., og er það
(nálega) ókannað enn. Seleyjar má ætla að verið hafi
eyjar þær, sem nú eru kendar við Graah, nálægt 65° n.
br. Næsta vor fóru þeir þaðan »at sumarmálum«, og
héldu áfram suður með landi (»dragast fram með jöklin-
um»). Skömmu síðar hvarf bátur þeirra um nótt, og lá
þá við að þeitn féllist algjörlega hugur, en brátt rættist
úr þessu, því að Skrælingjar nokkrir höfðu tekið bátinn
og skiluðu honurn aftur. Þá voru þeir líka svo hepnir
að veiða hvitabjörn, sem »brauzt um í vök, ok var brot-
inn í brammrinn« og »deildi Þorgils þá stykki sérhverjunt
þeirra«, því að þeim varð heldur vistafátt. Nú héldu
þeir leiðar sinnar með landi fram (»snúa til hafs ok róa
fyrir framan margar víkr«), og er hausta tekur, koma þeir
»í fjörð einn, láta at landi, ok sjá, at þar var naust«
(Flóam. 24. k.). Síðan finna þeir 'oæ, og voru um vet-
urinn hjá bónda, er Firólfur hét; hafði hann orðið sekur
(um víg) og flúið þangað úr bygð, og bjó nú langt frá
öðrum inönnum, en vildi feginn komast í frið við bygða-
menn, og tókst Þorgils síðar að koma því til leiðar. Um
vorið héldu þeir enn áfram og »suðr fyrir land«, en
þótt alt gengi slysalaust, komust þeir eigi til bygðar fyr