Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 153
»Þriðji jökullinn*, og lengra var haldið að ekki væri unt
að komast. Menn hafa ekki heldur komist stórum lengra
norður með austurströndinni nú á dögum.
Eigi er minna vert um framkvæmdir hinna fornu
Grænlendinga i landaleitum vestan megin Grænlands, þar
sem þeir hafa sífelt aukið þekkingu sína meir og meir,
unz þeir hafa að lyktum eigi staðið langt á baki samtíð-
armönuum vorum í þessu tilliti. Og hér eru það eigi
fornsögurnar einar, sem vér höfum fyrir oss að bera,
heldur má koma með þann vott til norðurferðanna, sem
allir verða að telja óyggjandi. Rúnasteinn lítill hefir
fundist í eynni Kingirtorsoak i Baífinsflóa á /2° 5/ 20"
n. br., og var honum stungið inn í eina af þeim 3 vörð-
um, sem þar eru. Letrið segir, að Erlingur Sighvatsson,
Bjarni Þórðarson og Indriði Oddson hafi hlaðið varða(na)
og rutt (þar umhverfis). Aftan við standa alveg ólæsi-
legar dulrúnir. Eyin, sem letur þetta fanst í, er beint á
vegi hvalveiðamanna, og vörðurnar hafa sjálfsagt verið
hlaðnar sem leiðarmerki og vörðustæðið rutt, svo að því
hægra yrði að sjá þær, og hafa svo rúnirnar verið ristar
til minningar. Grænlendingar hafa hvert sumar fariö
fram hjá eyju þessari til sela- og hvalaveiða, og til að
sækja rekavið, sem mikið kemur enn af suður Baflins-
flóa frá skógunum í Norður-Ameríku og Sibiríu.
í Hauksbók, sem rituð er nálægt 1310, er sagt frá
því, að stórbændur á Grænlandi sendi á hverju sumri
sérstök skip (til þess gjörð) í »Norðrsetu«. Höfðu þessi
eyjum ok þeir XIII saman, á því skipi er seymt var tré-
saumi einum nær þat, ok bundit sini . . . hann hafði ok
verit í Finnsbúðum, sbr. III. (O.) 61 bls.: 1192 »höfðu verit
í Krossey og Finnsbúum í 7 vetrum«.
Fornmenn hafa líka getað komið til Franz-Jósefsfjarðar
(73° 15' n. br.) og séð Payers-fjöll.