Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 154
154
Norðursetumenn búðir sínar ýmist við Króksfjarðarheiði
eða í Greipum, og voru þessar ferðir mikilvægir viðburð-
ir í hinu einmanalega lífi Grænlendinga. Það hefir ver-
ið mikið um dýrðir, þegar skipin sigldu norður á vorin,
og þá ekki síður, þegar þau komu aftur á haustin með
mikinn afla og merkilegar sögur um stórmerki sumarsins
bjarta og jökulbreiðurnar miklu í heimskautslöndunum.
Urn þetta hefir efalaust verið kveðið í »Norðrsetudrápu«,
sem áður var á minst.1
Það er líklegt, að fornmenn hafi talið til »Norðr-
setu« alt svæðið frá Melvilleflóa tii norðurodda Grænlands,
við Sniiths-sund og Kane-Bassin. Króksfjörður má ætla
að verið hafi þar sem nú heitir Inglesfield Golf. Enn
norðar munu Greipar hafa verið, því að þar er sagt í
Skáld-Helga rímum að sé Grænlands »bryggju sporðr«
eða »bygðar sporðr« (»Gunnar fór í Greipar norðr |
Grænlands er þar bygðar sporðr«), og er iíkiega helzt að
leita þess staðar við Kane-Bassin, þar sem landið beygist
til norðausturs.
Grænlendiugar fornu létu sér þó ekki nægja að
komast þangað. Þeim var forvitni á að kanna ókunna
stigu enn lengra norður á við. Merkilegust þeirra
norðurferða er sú, sem farin var árið (1265 eða) 1266.
Um hana segir svo í Hauksbók (útg. 500—501 bis.):
»Þat sumar kómu menn ok ór Norðrsetu, þeir er farit
höfðu lengra norðr en menn fyrr höfðu tíðendi af.
1) Hér minnist Al. Bugge á ferðir Skáld-Helga, lög-
sögumanns á Grænlandi, er iifað hefir fram á daga Haralds
harðráða, og að svo só að sjá af rúnunum um hann, sem
hann hafi komist norður fyrir leiðarstjörnu (0: til heimskauts-
ins); en það er alt óljóst og vafasamt, sem um það hljóðar,
þó virðast fornme'un hafa talið til Græulands alt (land)
»norðr undir stjörnuna« (Fms. X. 112).