Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 155
1 ss
Þeir urðu við öngvar Skrælingjavistir varir nema í Króks-
fjarðarheiði, ok því hyggja menn, at þeir muni þann veg
eiga skemst at fara, hvaðan sem þeir koma til. Síðan
skipuðu prestar skip norðr, at vita, hvat titt væri norðr
frá því, er þeir höfðu áðr lengst komið. En þeir sigldu
út af Króksfjarðarheiði, svá at lönd lægði. Síðan kom
móti þeim sunnanveðr með myrkri ok urðu þeir fyrir at
halda. En er í rauf ok lýsti, sáu þeir eyjar margar ok
alls konar veiðiskap, bæði sela ok hvala, ok bjarndýra
— fjölða mikinn; þeir kómu alt í hafsbotninn ok lægði
land alt síðan, suðurlandit ok jökla.1 2 En jökull var ok
þá suðr frá þeim, alt sem þeir máttu sjá; fundu þeir þar
nokkrar Skrælingja vistir fornligar. En eigi máttu þeir
á land ganga fyrir bjarndýrum. Síðan fóru þeir aptr iij.
dægr, ok fundu þeir þar nokkrar Skrælingja vistir, er
þeir tóku eyjar nokkurar, suðr frá Snæfelli. Síðan fóru
þeir suðr á Króksfjarðarheiði, einn mikinn dagróðr
Jákobsmessu dag; þar fraus þá um nætr. En sól skein
bæði nætr ok daga, ok var eigi hærri, þá er hon var
í suðri, ef maðr lagðist um þveran sexæring út at borð-
inu, þá bar skuggann í andlit honum af því borðinu,
er nær var sólunni. En um miðnætti var hon svá há
sem heima í bygð þá er hon er þar í útnorðr. Síðan
fóru þeir heirn aptr í Garða«.*
Það má fara nokkuð nærri um það, hvert farið hafi
verið í þessari merkilegu landaleit. Það er sagt, að skip-
ið hafi siglt út frá Króksfjarðarheiði, svo að skipverjar
mistu sjónar á ströndinni. Þeir hafa eftir því ekki farið
1) Á víst að skrifa: »lægði land alt síðau suðr, land-
it ok jökla«.
2) Hauksbók segir: að þessi tíðindi hafi ritað »Hall-
dórr prestr af Grœnalandi til Arnalds prests grœnlenzka, er
þá var orðinn hirðprestr Magnúss konungs Hákonarsonar«.