Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 156
1*6
fram með ströndinni, heldur siglt á haf út — til vest-
urs. Síðan hreptu þeir sunnanvind og létu rekast fyrir
honum, unz þeir sáu margar eyjar. Með því að gæta
að uppdrætti af Ameriku, komumst vér fljótt að þeirri
niðurstöðu, að skipið hafi siglt yfir Baffínsflóa og um
Jones-sund til hinna mörgn eyja fyrir norðan meginland-
ið, sem kallaðar eru Parry-eyjar. A þessari ferð hafa
því fundist heimskautslönd Norður-Ameríku.1
Norðurferðir þær og landafundir, sem hér hafa ver-
ið gjörðar að umtalsefni, hafa geymst í manna minni; en
geta má nærri, að margar ferðir hafi gleymst með tíma-
lengdinni. En þótt vér vitum ekki fleira en þetta, hlýt-
ur oss að miklast kjarkur og áræði forfeðra vorra og
frænda á liðnum öldum, þar sem þeir brutnst gegn
stormum og hafísum og hættu sér ávaltlengra og lengra
norður á bóginn, svo að þeir komust þangað, er enginn
hefir síðar komist fyr en á seinustu tímum (seint á
næstliðinni öld). Voru þessar ferðir eigi að eins farnar
í ábataskyni, heldur engu síður af fróðleiksfýsn og löng-
un til að hætta sér út á ókunna stigu. Norrænir far-
menn í fornöld bafa fullkomlega gelað jafnast við mikil-
hæfustu landaleitamenn nú á dögum að hugrekki, snar-
ræði og hæfileikum til rannsókna, og þeir hafa meir
að segja verið einu mennirnir íram að síðustu öld, er
1) Euginn veit hvar »N/jaland« hefir verið, er þeir
Aðalbrandur og Þorvaldr Helgasynir (vestfirzkir prestar)
fundu árið 1285 (ísl. Ami. IV, (C.) 142 bls., sbr. V. (D.)
196 bls.: »Fundust Dúneyjar«, og VIII. (P.) 337 bls.: »Fanst
land vestr undan íslandi«, en líklega er þessara stöðva
frenmr að leita (norðarlega) á austurströud Grænlands, eins
og G. Storm hyggur, heldur en nálægt meginlandi Ameríka
(Newfoundland).