Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 157
157
farið hafi um heimskautshöf til landaleita. Það var
eigi hinum fornu Grænlendingum að kenna, þótt landa-
fundir þeirra kæmi eigi að meiri notum en þeir komu,
þótt þeir dyldist útheiminum og hefði engan þjóðmenn-
ingar-árangur, heldur var það einkum að kenna verzl-
unaríjötrum þeim, er Noregskonungar lögðu á Græn-
land eftir að það gekk undir Noregsveldi árið 1261.
Það mátti enginn verzla við Grænlendinga nema skip
konungs, sem kom fyrst einu sinni á ári, en síðan
sjaldnar og sjaldnar, og seinna meir, einkum eftir
Svartadauða, mátti gott heita, ef það kom tíunda hvert
ár. Nýlendan varð loks útilokuð frá öllu sambandi
við umheiminn og komst í mestu kröggur og bágindi.
Kvikfjárræktinni hnignaði og lifnaðarhættir fólksins hlutu
meir og meir að líkjast lifnaðarháttum Skrælingja.
Þessi villiþjóð hafði farið um Grænland, áður en nor-
rænir menn komu þangað, en þeir sem fóru að byggja
landið, fundu hvergi Skrælingja nema á austurströnd-
inni, og óvíst er, hve nær þeir hafa tekið sér bólfestu
nyrzt á Grænlandi, en hitt er vist, að nálægt miðri
14. öld hafa þeir farið að veita Grænlendingum árásir,
og eytt fytst vestri bygðina, sem var fámennari og
veikari íyrir. Eystri bygðin var miklu styrkari og gat
varist lengur, en loks hættu allar samgöngur við Noreg,
og nýlendan eyddist með öllu um upphaf ié. aldar.1
Grænland var dottið úr sögunni, og það þurfti nokkrar
aldir til þess að grafa upp aftur þekkingar-fjársjóð þann,
er týnst hafði.
1) Al. Bugge nefnir upphaf 15. aldar, eu það getur
ekki verið rétt, og er ef.til vill prentvilla (sbr. Grænlend-
ingasögu F. J. 43—47 bls.), eins og það hlýtur að vera, er
stendur framar í ritgjörð hans, þar sem minst er á letrið á
rúnasteininum, að það muni vera frá 17. (fyrir 14.?) öld.