Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 159
Askey er nefnd, en ey sú er fram undan Björgvin í Nor-
egi. Faðir hans hét Werner Fritzner og var tollþjónn.
Hann var prestsson, og móðir dr. Johans Fritzners var
prestsdóttir. Hún hét Cecilie Cathrme Christie. Þau komu
syni sínum í lærða skólann í Björgvin, og þar varð
æskuheimili hans, því að faðir hans varð þar yfirtollþjónn..
Fritzner varð stúdent 16 ára gamall, og fór þá til háskól-
ans í Kristjaníu, og tók að lesa guðfræði; en hugur hans
hafði þó frá barnæsku hneigst að málfræði og sagna-
fræði; og er sagt, að hann hafi þegar á námsárum sínum
í skólanum i Björgvin safnað ýmsu, er snerti málfræði
og sögu, það er honum mætti síðar að notum koma;
má því með sanni segja, að hann hafi haft slík störf
með höndum alla æfi sína. Af tungumálum var þá við
háskólann í Kristjaníu nær eingöngu lögð stund á hinar
suðrænu forntungur (latínu og grísku) og austurlandamál;
en hugur Fritzners hneigðist snemma að norðurlanda-
málum og sögu Norðurlanda, einkum sögu þjóðmenn-
ingar og þjóðsiða. Þá er hinn ágæti vísindamaður Jakob
Rudolf Keyser' varð kennari við háskólann 1828, hóf
hann fyrstur manna að kenna þar forntungu og fornfræði
Norðurlanda, og er sú ætlun manna, að Fritzner hafi
hlýtt á fyrirlestra hans í háskólanum um forna bókfræði
norrænn, en þó ætla menn, að Rudolf Keyser hafi eigi
1) J. R. Keyser lagði sig um hri'ð eftir guðfræði,.
en bráðum kom þar, að hann gaf sig allan við sagnfræði,.
einkum fornsögu og íornfræðum Norðurlanda. Hann kom til
íslands vorið 1825 og dvaldist hér fram á sumar 1827, og
hafði aðsetur á Bessastoðum. Þar var þá latínubkólinn og
ágætir kennarar við hann. Nam Keyser þar íslenzku, og er
sagt, að Sveinbjörn Egilsson, er þá var kennari þar við
skólann, hafi kent honum. Keyser samdi og gaf ut mörg
rit og merkileg.