Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 163
i6s
orðabók til yfir fornmálið. Orðabók Sveinbjarnar Egils-
sonar (Ixxicon poeticum) kom út 1860, en irún náði að
eins yfir skáldamálið. Þeir, sem vildu nema forntunguna
og lesa fornritin, höfðu því ekkert nýtilegt stuðningsrit í
höndum; annað var eigi við að styðjast en smá orðasöfn,
er fylgdu útgáfum og lesbókum. Svo kom orðabók Eir-
íks Jónssonar 1863, og var mikil bót í máli, en þó eigi
til hlitar. Eri nú fengu menn orðabók, er eigi að eins
var yfirgripsmikil, heldur og nákvæm og mjög svo áreið-
anleg. A bókina var og lokið miklu lofsorði, eins og
hún átti skilið, af öllum þeim, er á hana mintust og
færir voru urn að dæma, og eftir fá ár var bókin upp
seld. Urðu þá margir til að skora á Fritzner að gefa
orðabókina út aftur. Reyndar kom út 1874 orðabók sú,
er R. Cleasby hafði stofnað til og Guðbrandur Vigfússon
lauk við, og rituð er á enska tungu. En eigi virtist þó
þarflaust, að orðabók Fritzner væri gefin út aftur, þar
sem hún reyndist að ýmsu leyti áreiðanlegri og með
meiri vandvirkni af hendi leyst, þótt hin væri miklu
stærri og meira í hana borið. Fritzner var fús til þess,
að gefa bókina út aftur, en vildi eigi ráðast í það, með-
an hann hefði prestsembætti á hendi, því að hann sá
það, að bókina yrði að auka að miklum mun og endur-
bæta, eða nálega semja nýja orðabók. Hann sótti því
um lausn frá prestsembættinu, og var þá 65 ára að aldri.
Hann fekk þegar lausnina, og ákvað stjórnin honum 3600
krónur í eftirlaun (13. júlí 1877), og samþykti stórþingið
það með mjög heiðrandi ummælum. Fritzner fluttist þá
til Kristjaníu 14. d. júním. 1878. Hafði hann nú tvö
stórvirki fyrir stafni. Annað var orðabókin, en hitt var,
að koma í eina heild og búa til prentunar hin miklu
söfn sín til þjóðmenningarsögunnar. Þá er Fritzner var
kominn til Kristjaníu, tók hann þegar til starfa. Starfs-
11*