Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 176
17. júlí
27. —
28. —
21. —
3. ágúst
7. —
10. —
11. —
13. —
19. —
27. —
1. sept.
2. —
3. —
Kaupskip úti fyrir, er komast eigi inn fyrir ís.
Alt sagt fult af ís úti fyrir.
Isinn kominn inn að Hjalteyri og lengra.
Fjörður fullur af ís.
Þoka á ísnum, frosthéluð jörð.1
ísinn á innferð, þóttastur fyrir innan Höfða.
Dreif inn ísinn, áður komiun út að Hjalteyri.
Alt fult af ís inn á Poll.
Ofært yfir fjörð fyrir innan grunn vegna íss.
Hafði póstskipið komist inn að Hrisey, ís á öllum
firði inuar.
Isinn enn á öllum firöinum fyrir innan höfðann.
Frost að morgni, þokuryk í lofti, ísinn samur.
Skipað skríða út og inn um isinn, gisnari en áður.
Fór »Ingibjörg« loks út, tept af ís frá 2. páskadegi.
Eg hefi lesið þetta samati orðrótt úr dagbókum föður
míns. Þó að athuganir þessar sóu ekki gjörðar í rannsókn-
ar skyni, er víst sit’t hvað á þeim að græða. Veðurathug-
anir dagbókanna eru mjög rækilegar og nákvæmar, og þó
einkum í sambandi við ísrekið.
Laufás stendur sem kunnugt er við Eyjafjörð miðjan,
og liggur að því leyti vel við, til að athuga ísrek á firðinum.
Frá sömu árum, 1854.—82, eru til varpbækur úr Lauf-
ási. Varpið segir til, hvað ísnum líður. Árið 1858 er
tala hreiðra orðin 3360, árinu eftir er talan komin niður í
1650, og enn hrakar 1860, þá lægst: 1460. Árin 1866,
1874 og 1875 hnignar varpiuu nokkuð, en nær sér þó
brátt aftur, og 1880 er hreiðratalan orðin hæst: 5520; þá
kemur sama hrunið og ísárin 1859 og 1860, því að 1881
er talan komin niður í 3100, og síðasta árið, sem bókin
greinir, niður fyrir 2900, en þeirri tölu sem næst skilaði
síra Gunnar Gunnarsson, sem varpinu kom á í Laufási.
Þórh. Bjarnarson.
1) Isaþoku stöðugt getið alla sumarménuðina og frost marga
daga, eða því sem nœst