Aldamót - 01.01.1902, Page 38
45
uppi um hábjartan dag—engu betri afturgöngur en
Þórólfur heitinn bægifótur forSum úti á Islandi?
Eg minnist nú þjóðsögunnar alkunnu um þaS,
sem Gretti hinum sterka varö að bana í Drangey á
SkagafirSi. Fóstra Þorbjarnar önguls, karlæg kerl-
ing, lét aka sér til sjávar. Þar í flæSarmálinu varS
fyrir henni rótartré eitt, all-mikill rekadrumbur. Eftir
aS telgdur hafSi veriS aö fyrirmælum hennar flatvegur
á einni hliS þess tók hún kníf og reist rúnir á rótinni,
rauS í blóSi sínu og kvaS yfir galdra. Og er hún svo
hafSi gengiS öfug og andsælis um tréS meS mörgum
römmum uminælum, lét hún hrinda því á sjó út og
mælti svo fyrir, aS þaS skyldi reka út til Drangeyjar
og verða Gretti aS dauSameini. Þetta varS aS áhríns-
orSum. TréS rak út til eyjarinnar. Þeir bræður
Grettir og Illugi fundu þaS liggjanda fyrir neSan
bjargiS, er þeir næsta dag voru þar í eldiviSarleit, og
þá sagSi Grettir: ,, Ilt tré ok af illum sent“—, j
spyrndi viS því fæti, kastaSi því í sjóinn og baS bróS-
ur sinn varast aS bera þaS heim. En seinna slysaSist
þó þræll þeirra til þess aS hirSa tréS og stritaSi því
heim til skála. Og þá voru augu Grettis svo haldin,
aS hann gætti þess eigi, hvaSa tré þetta var. Hann
greip öxi og hjó til trésins í því skyni aS sundra því,
en öxin snerist flöt og stökk af trénu í fót hans, svo
aS í beini stóS. ÞaS sár VarS síðar banvænt; og er
hann var í því ástandi, að fram kominn, tókst fjand-
manni hans loks aS vinna á honum. — Skólagengnu
mennirnir, sem koma hingaS frá Islandi eftir aS þeir
hafa gert sig þar ,.ómögulega“, geta veriS meinlaus
strandrek. En þegar einhver slíkur fer að ráSi sínu
eftir aS hingað er komiS eins og ,,Dagskrár“-maSur- %