Aldamót - 01.01.1902, Qupperneq 162
Efniö er mikils til of veigalítiö. Og þaö er teygt úr
því meö skelfilegum málalengingum. Stíllinn er svo
kvenlegur, aö þaö er eins og bckin skyldi vera rituð
af einhverri skólastúlku. Þetta kemur ekki sízt í ljós,
þar sem höfundurinn ætlar aö vera skáldlegri en á
öðrum stöðum. Maður þarf ekki annað en fletta upp
á bls. ii 7—118, þar sem hann er að lýsa því, sem
fyrir augun bar í Halifax. Hann fer þar að kenna í
brjósti um aumingjana. Hann kennir í brjósti um
hestana. Hann kennir í brjósti um börnin, og svo
koma margar hliðstæðar setningar, sem aðgreindar
eru með depilhöggi, og byrja allar með ,,börn, sem“.
■—-Svo færir hann sig upp á skaftið og kennir í brjósti
um drengina; nær sú setningaheild nálega yfir heila
blaðsíðu. ,,Eg kendi í brjósti um vesalings dreng-
ina. “ Svo byrjar hann ekki færri en níu setningar
með ,,drengi, sem. “ Það er eins og nífalt húrra.
Hann heldur svo áfram og kennir svona mikið í
brjóst um mennina og konurnar á sama hátt. Það
eru nú skárri brjóstgæðin. Þetta er ekki skáldskap-
ur. Það er ekki annað en vatn. Höfundurinn hefir
lesið svo mikið, sem vel er ritað á enska tungu, að
hann ætti að finna til þess, að þetta er ekki góður
stíll né skáldlegur. Samt verður því ekki neitað, að
það er einlægt einhver laðandi glampi yfir hverri
blaðsíðu, sem veldur því, að maður heldur ósjálfrátt
áfram að lesa, þangað til sagan er á enda, og lætur sér
ekki leiðast. Og það er þessi glampi, sem breiðir ofan
á margt og mikið barnalegt og þroskalaust í sambandi
við söguna og gjörir hana þrátt fyrir alt að skáldsögu.
Höfundurinn hefir ekki gjört sér grein fyrir, hvað
hann ætlar sér að gjöra. Hann veit naumast sjálfur,
hvernig sagan á að verða. Hvað ætlar hann sér með
Eirík Hansson? Það skilur enginn neitt í því enn, og
nú hljóta þó tveir þriðjungar bókarinnar að vera út
komnir. Ætlar hann sér að skýra nokkurt atriði í
sálarlífi hans ? Af því fær maður svo sem ekkert að
sjá. Það er eins og höfundurinn hugsi ekkert umþað.