Aldamót - 01.01.1902, Page 175
179
því það er svo margt, sem unglingarnir ekki skilja og fullorðið fólk ekki
heldur, þótt það hafi hvað eftir annað lesið þetta og þózt skilja. Þessi
kver ættu sem flestir að kaupa handa börnunum sínum, þegar þau eru
dálltið farin að þróskast. Þau eru betri en eitthvert lélegt sögurusl.
Þjóðsögurnar íslen/k 11 eru nú Uppseldar og voru líka dýrar, I
tveimur stórum bindum. Isafoldarprentsmiðja hefir því tekið það
happaráð að gefa út dálítið úrval úr þeim í handhægum kverum. Tvö
þessi kver eru nú þegar út komin og fáanleg I bókaverzlunum. Hið
fyrra kom út [901 og er úrval úr Huldufólkssögunum, 178_bls. að
stærð. Hitt er prentað 1902 og er 212 bls Það er úrval úr Útilegu-
mannasögunum. Sögurnareru látnar halda sér með öllu óbreyttarog
þær valdar, sem ávalt hefir þótt mest í varið og bezt eru ritaðar, en
hinum slept, sem ekki eru annað en upptekning I ofurlítið breyttri
mynd. Kostur er það líka mikill, að sneitt hefir verið hjá klúryrðum
og hrottalegum orðatiltækjum. Þjóðsögurnar eru eitt hið markverð-
asta, sem vér eigum í bókmentum vorum. Þær eru sannarleg gull-
náma alþýðlegs skáldskapar; þær eru eins konar heimspeki í dularbún-
ingi, sem þjóð vorri því miður hefir ekki verið gjörð svo sem nein grein
fyrir enn sem komið er. Úrval þetta úr þjóðsögunum er einkar hent-
ugt og ætti að vera til á hverju heimili. Skemtilegri bækur er eigi
unt að fá unglingum I hendur; þær koma ímyndunaraflinu á skrið og
íslenzk tunga birtast þar í fögrum og einkennilegum búningi. Þriðja
heftið er enn óútkomið, en kemur væntanlega á þessu ári. Það verð-
ur úrval úr æfintýrunum, sem ekki er sízt gaman að.
íslenzka biblluþýðingin heldur áfram. Nú eru öll guðspjöllin
komin og postulanna gjörningar af nýja testamentinu. En af gamla
testamentinu er nýútkomin þýðing af spámanninum Jesajasi Þetta
biblíuþýðingarstarf ætti að vera öllum þeim, er unna kristindómi
þjóðar vorrar, hið mesta fagnaðarefni. Mig hefir oft langað til að
rita eitthvað um þessar nýju þýðingar, sem að einhverju gagni gæti
komið. En bæði kenni eg vanmáttar míns í því efni og svo er naum-
ast unt að rita svo um þess konar, að það verði lesið nema af örfáum.
Þó ekki sé við þvíað búast, að heppilegasta þýðingin, sem unt hefði
verið að finna, hafi alls staðar orðið ofan á, og mörg vafaspurningin
verði fyrir manni, sem einn leysir úr á þenna hátt og annar með ein-
hverju cðru móti, er óhætt að segja að þjóð vorri verður stórmikill
gróði að þessari nýju biblíuþýðing; hún verður lang-vandaðasta þýð-
ingin, og sú lang-nákvæmasta, sem þjóð vor hefir nokkurn tíma eign-
ast. Þýðinguna nýju af Jesajasi spámanni hefi eg lesið hvað eftir
annað mér tilhinnar mestu ánægju. Eg skil ekki annað, en hún sé
alveg snildarlega af hendi leyst.
Prédlkanir síra Helga heitins Hálfdánarsonar hefi eg ritað um í
Sameiningunni, svo eg ætla ekki að vera að endurtaka neitt af því hér.
Mér kom til hugar að rita nokkurar hugleiðingar, sem vaknað hafa hjá
mér, út af íslenzkum prédikunum yfirleitt eins og þær liggjanúfyriross
í prédikanasöfnum þeim, sem nú eru nýútkomin, og leitast viðaðgjöra
grein fyrir þeim kröfum, er mér virðist nútíðarlíf þjóðar vorrar gjöra
til þeirra, sem boða henni kristindóminn. En eg læt þetta vera að