Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1950 — 1951
Handritasafnið
lektor, Oslo. — Unesco, Paris. — United Nations, New York. — United States In-
formation Service, Rvík. — Unversitátsbibliothek, Basel. — Universitátsbibliothek,
Kiel.— Universitetsbiblioteket, Bergen.— Universitetsbiblioteket, Helsingfors.— Uni-
versitetsbiblioteket, Lund. — Universitetsbiblioteket, Oslo. — Universitetsbiblioteket,
Uppsala. — University of Kentucky Libraries, Lextington. — The University Library,
Leeds. — Sven Erik Vingedal, Stockholm. — Westdeutsche Bibliothek, Marburg-Lahn.
— Uno Willers, dr., Stockholm.
Landsbókasafnið færir hér með gefendunum öllum beztu þakkir.
Fyrirhugað var að birta í Arbókinni ýtarlega greinargerð um þau
handrit, sem safnið hefir eignazt síðan 1. viðaukabindi handrita-
skrárinnar var prentað árið 1947. Frá því hefir þó verið horfið, þar sem nú er hafinn
undirbúningur að prentun á nýju hefti handritaskárinnar, og er þess að vænta að það
geti komið út áður en langt líður.
Á árunum 1950—51 hefir safnið eignazt ýms merk handrit, einkum bréfasöfn, og
má sérstaklega nefna gjöf frú Hildar Blöndal, bréfasafn og önnur handrit manns henn-
ar, Sigfúsar Blöndals; bréfasafn Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, afhent af
bróður hans, dr. Þorsteini Þorsteinssyni fyrrum hagstofustjóra; bréfasafn Torfa
Bjarnasonar í Ólafsdal, afhent af syni hans, Markúsi Torfasyni, og gjöf Guðmundar
Gamalíelssonar bóksala, safn bréfa úr fórum Jóns Jónssonar læknis. Þá hefir Ragnar
H. Ragnars, kennari á Isafirði, gefið allmikið safn handrita, sem hann hefir safnað í
íslendingabyggðum vestanhafs, og Þorsteinn M. Jónsson, bókaútgefandi á Akureyri,
eftirlátin handrit Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi í Svarfaðardal. Kristján Gíslason,
kaupmaður á Sauðárkróki, sendi safninu að gjöf á síðastliðnu sumri skinnbréf frá
dögum Guðbrands biskups og fleiri gömul bréf. íslendingur í Winnipeg, Árni Krist-
insson að nafni, hefir gefið endurminningar, dagbækur og kvæðasyrpur föður síns,
Kristins Kristinssonar, sem var Eyfirðingur að ætt og ólst upp í því héraði, en fór
um tvítugsaldur vestur um haf. Þá hefir Páll Kolka læknir afhent safninu að gjöf frá
öðrum íslendingi í Winnipeg, Friðrik Kristjánssyni, viðbótarsendingu af prédikunum
Matthíasar Jochumssonar í eiginhandarriti, en sami maður hafði áður sent allmikið
safn prédikana hans, sem Matthías á sínum tíma mun hafa gefið bróður Friðriks, Að-
alsteini Kristjánssyni, en hann er nú látinn.
Þá skal loks getið athyglisverðrar dánargjafar Ingivalds Nikulássonar fræðimanns
á Bíldudal, sem lézt á síðastliðnu ári, en hann hafði mælt svo fyrir, að Landsbókasafn-
ið skyldi eignast eftir sinn dag nokkur ritverk sín, sem hann hefir sjálfur á efri árum
fært inn í bækur af mikilli vandvirkni. í þessum bókum Ingivalds eru m. a. ritgerðir
um stærðfræði og stjörnufræði, frumsamin og þýdd leikrit, kvæði, sagnaþættir og
fleira. 1 næstu Árbók verður væntanlega hægt að geta nánar þessa sjálfmenntaða
fræðimanns og ritstarfa hans.
Ýmsir fleiri hafa fært handritasafni Landsbókasafnsins kærkomnar gjafir og fara
hér á eftir nöfn gefendanna: Andrés Johnson, Hafnarfirði. — Árni Kristinsson,
Winnipeg. — Björn Sigfússon, háskólabókavörður, Rvík. — Sr. Böðvar Bjarnason,