Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 181

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 181
SÍRA JÓN MATTHÍASSON SÆNSKI 181 Hólabiskup hafði alveg sérstök umráð yfir, til þess að fá hann og prentsmiðju hans hingað, enda hélt hann þann stað til dauðadags 1567. Nú er Jón sænski kallaður prest- ur 17. október 1535, og hafi hann ekki verið prestur, er hann kom hingað til lands- ins þá um sumarið eða haustið, hlýtur herra Jón að hafa vígt hann til prests 18. sept- ember það ár, enda hefur það þá verið eitt atriði í samningunum við síra Jón, að svo skyldi vera. Ef þessu hefur verið svona varið, hlýtur síra Jón að hafa verið messu- djákn, er hann kom hingað til lands. Það er kallað, að síra Jón hafi verið „skikkanleg- ur maður og vel siðaður“24 og er það sennilegt, en söguna um, að herra Jón hafi látið síra Jón sænska semja fyrir sig á latínu bannsbréfið yfir síra Gísla Jónssyni í Selárdal25 verður eindregið að leggja í bing staðlausra munnmæla, ekki sízt vegna þess, að um þær mundir, og reyndar enn í dag, voru notaðar formálabækur við samn- ingu slíkra og þvílíkra bréfa, og átti Hóladómkirkja slíka bók.2G Það hefur verið á það bent, að síra Jón hafi getað verið einn af sveinum Oluf Ul- ricksöns í Málmhaugum eða farandprentari í Danmörku, en fast búsettur prentari þar hefur hann ekki getað verið, því að þeir eru allir þekktir. Þess hefur hér verið til getið, hvernig hann hafi getað aflað prentsmiðjunnar, hafi hann verið sveinn Olufs, þegar hann réðst til Islands, en hafi hann verið farandprentari þá, hefur hann þegar átt hana undir, og að þeirri skoðun hallast Isak Collijn, enda er hún, eins og bent hefur verið á, líklegust. Segir sami maður, að letrinu í prentsmiðju síra Jóns svipi að vísu til letra þeirra, sem notuð hafa verið á Norður-Þýzkalandi og í Svíþjóð um 1500, en sé þó svo frábrugðið því, að hann telur það muni helzt eiga rót sína að rekja til Leipzig eða Lýbiku. Letrið telur hann vera ósamstætt og tíning sitt úr hverri áttinni, en af því verður ekki ráðið, hvenær síra Jón hafi eignazt prentsmiðju sína, heldur það eitt, að það hafi verið til hennar af vanefnum aflað. Af upprunasvip letursins er ekki hægt að ráða það, hvort síra Sigurður hafi komizt í samband við síra Jón á Þýzkalandi, frekar en í Danmörku, því að letrið er í raun og veru sá reytingur og tætingur, sem Collijn segir. Hefur síra Jón sjálfsagt sett prentsmiðju sína niður á Breiðabólstað, enda segir Jón frá Grunnavík, að sér hafi verið sýndar prentstofurústirnar þar.27 Upp úr hinu er ekkert leggjandi, að Breviarium Holense er kallað prentað „á aðsetri Voru (þ. e. herra Jóns)“, því að það þarf ekki að merkja annað, en að ritið sé prentað í Hólabisk- upsdæmi, og gæti jafnvel verið gert af fordild. Það tíðkaðist í þá daga, að aðrir menn rækju prentsmiðjurnar en prentarar, sem áttu þær sjálfir, og svo hefur verið um síra Jón, að hann en ekki Jón biskup hefur átt prentsmiðjuna á Breiðabólstað, enda keypti herra Guðbrandur Þorláksson hana síðar meir af syni síra Jóns sænska, að sögn fyrir 1100 ríkisdali, og var það ótrúlega há borgun, því að þetta voru margir peningar í þá daga. Ekki hefur heyrzt að aðrir hafi látið prenta neitt í prentsmiðjunni um daga herra Jóns, nema hann, og verður því að telja hann hafa rekið hana, hvað sem öllum eignarrétti leið. Prentsmiðja síra Jóns hefur verið lítil og tæki af skornum skammti, og sérstaklega virðist prentsmiðjan ekki hafa átt letursteypumót, því að allmjög virðist letrið vera af sér gengið af sliti, þegar prentaðar voru með því „Passio“ — þ. e. 4. bindi af Corvins postillu — 1559 og Guðspjallabók herra Ólafs Hjaltasonar 1562, enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.