Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 142
142
EINAR BJARNASON
Á 40. blaði hefst ættartala Jóns Pálssonar og Kristínar systur hans og ætt Þuríðar
Jónsdóttur, sem var á Krýnastöðum í Eyjafirði. Allt er þetta áður rakið í handritinu,
en hér er það þó nokku fyllra, t. d. er hér sagt, að Guðrún Hallsdóttir, kona Páls í
Gerðum Jónssonar, hafi verið sonardóttir Guðrúnar Olafsdóttur systur síra Halls í
Höfða í Höfðahverfi Ólafssonar, og hefur höfundur þetta að líkindum frá munnmælum
í ætt þessa fólks, en ekki úr skráðum heimildum, með því að hann rekur ekkert í kring
um Guðrúnu. Móðurætt Jóns Pálssonar rekur hann til Jóns Illugasonar, sem nafn-
kenndur hafi verið „að mörgum lystum, skáldskap og margri kunnáttu“, og er hér átt
við Jón lærða í Skógum á Þelamörk. Höfundi skjátlast er hann rekur karllegg Jóns
Illugasonar, sem var sonur síra Illuga á Stað í Kinn Helgasonar og Ingibjargar Jóns-
dóttur prests í Laufási Sigurðssonar. Hann bætir Sigfúsi inn í karllegginn, milli
Illuga og Helga, og mun það vera síra Sigfús á Stað í Kinn Guðmundsson, sem hefur
ruglað hann í ríminu, enda munu hvergi í gömlum heimildum, a. m. k. ekki þeim, sem
nú eru kunnar, vera raktar ættir frá Helga föður síra Illuga á Stað nema í brotum í
niðjatölum frá öðrum og hefur höfundur því sjálfsagt ekki haft skráðar heimildir að
styðjast við.
Á 41. blaði rekur höf. ætt Þuríðar Guðmundsdóttur konu Jóns Illugasonar og gerir
það rétt að öðru leyti en því, að hann telur Margréti konu Páls sýslumanns Grímsson-
ar dóttur Erlends lögmanns Þorvarðssonar, en hún var dóttir Erlends sýslumanns á
Ketilstöðum á Völlum Bjarnasonar. Árna lögréttumann í Stóradal Pétursson nefnir
höf. „dalskegg“, og er annað tveggja, að hann rugli honum saman við Árna gamla dal-
skegg, sem var miklu eldri maður, eða að Árni Pétursson hafi einnig verið nefndur
„dalskeggur“, og er síður en svo fráleitt, að hann hafi einnig borið viðurnefnið, því að
víst mun vera, að Árni Pétursson hafi borið nafn Árna gamla dalskeggs Einarssonar,
og í Stóradal í Eyjafirði bjuggu þeir báðir. Árni Einarsson fyrri maður móður Árna
Péturssonar var sonarsonur Árna gamla dalskeggs.
Á 42. blaði er stutt ættartala Skúla landfógeta Magnússonar, en yfir hana hefur ver-
ið skrifað með hendi höfundar: „Þessi ætt er Raung og Brjáluð en hier syðar má finna
hana“.
Þá kemur ættartala síra Jóns í Saurbæ Sigfússonar. I henni eru sömu villur sem að
framan um konu Sigfúsar í Hvassafelli Ólafssonar og enn ein er hann telur síra Ólaf,
föður Sigfúsar, son síra Jóns í Holti í Önundarfirði Símonarsonar. Auðséð er hvernig á
þessari villu stendur. Höfundur eða sá, sem hann rakti þetta eftir, e. t. v. síra Jón Sig-
fússon sjálfur, hefur haft hugmynd um samband ættarinnar við presta í Holti í Ön-
undarfirði, bæði þann, er Jón hét, og þann, er var Símonarson, gert einn mann úr
þeim báðum og tengt síðan rangt saman við ættina. Hið rétta er, að systir konu Sigfús-
ar í Hvassafelli Olafssonar var Þorbjörg Guðmundsdóttir kona síra Jóns í Holti í Ön-
undarfirði Sveinssonar pr. s. st. Símonarsonar. Þetta er án efa rakið eftir minni en
ekki skráðum heimildum. Síra Ólafur faðir Sigfúsar í Hvassafelli var Árnason.
Föðurætt síra Jóns Sigfússonar er þarna rakin fram á 44. blað. Þar er auðsjáanlega
að mestu farið eftir eldri ættartölum, og verður ekki annað séð en rétt sé farið með.