Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Blaðsíða 131
BLAÐ LANDSBÓKASAFNS ÚR HEIÐARVÍGA SÖGU
131
neðsta, og er þar þó ívið meira að sjá, einkum í neðstu línunum. Miðreiturinn er hóti
skástur; þar eru einar 8 línur sem ekki virðist vonlaust við fyrstu sýn að einhvern reyt-
ing megi hafa úr, en þó kernur það í ljós, ef betur er að gáð, að ótvíræð orð eru harla
fá og illt að rekja sig áfram milli þeirra. Eg tel þó vafalítið að með langri yfirlegu
muni mega lesa eitthvað meira úr þessum línum en mér hefur tekizt að þessu sinni, en
hitt er vonlaust að blaðsíðan öll verði nokkurn tíma lesin fyrr en fundin er einhver sú
aðferð sem enn hefur ekki verið beitt við lestur íslenzkra handrita. Fremst í hverri
línu eru örfáir stafir greinilegir, af því að brot er eftir blaðinu endilöngu og hefur jað-
arinn utan brotsins litlum skemmdum sætt, en þessir stafir eru svo fáir í hverri línu að
leiðsögn þeirra hrökkur næsta skammt.
3
Þar sem 9. blaði í Stokkhólmsbókinni lýkur eru þeir Barði og menn hans komnir til
Lækjamóts og ráða þar ráðum sínum. Framhald og niðurlag þessa kapítula hefur stað-
ið í 8 efstu línum ólæsilegu blaðsíðunnar.
Það sem ég þykist geta ráðið í þessum línum fer hér á eftir:1
1. 1. er bæði klippt og máð og verður ekkert í henni lesið, nema þriðji stafur er a.
2. 1. virðist hefjast á orðunum ,,ok ix gamla“ (ætli hér hafi verið talað um sláturfé
líkt og í 32. kap. sögunnar?).
3. 1. hefst á orðunum „ad ooo selld“, 4.1. á „uid“.
5. 1. Fremsta orðið má heita allsendis horfið, svo að fljótt á litið virðist hér skilið
eftir rúm undir upphafsstaf, og væru hér þá kapítulaskipti. Svo mun þó ekki vera: alls-
staðar ella ná upphafsstafir kapítula yfir tvær línur, enda yrði næsti kapítuli, ef í hon-
um væru aðeins 5.—9. lína, styttri en nokkur annar í allri sögunni.
6.1. fremst: „ekoo mot“; gæti verið leifar bæjarnafnsins Lækjamót (stafsett ,,lekia“,
útg. Kálunds 100- 3), og hefði þá fremsti stafurinn staðið aftast í 5. 1.
7. 1. fremst: „ok tið[end]a lavst2 v[etr] þenna“. Aftast í línunni held ég mig grilla
„manna“ og punkt á eftir, og má þá geta sér til að sagt hafi verið frá því að Barði
hafi setið um veturinn með einhverja tiltekna tugi manna (B-höndin skrifar jafnan nn,
en ekki n með striki yfir, sem tíðast er). En í lok línunnar mun hafa staðið „var“, sjá
næstu línu.
8. 1.: „hans li[ð ajllharðsnvit ok uel uopnat“. A þessum orðum mun kapítulinn hafa
endað, og hefur staðið autt það sem eftir var línunnar.
Það virðist öldungis víst að í þessum 8 línum hefur verið sagt frá ráðagerðum
þeirra Þórarins, Barða og Snorra goða (sbr. ísl. fornrit III bls. Cin) og síðan frá vetur-
setu Barða nyrðra, og hefur niðurlag kapítulans verið það að engin stórtíðindi gerð-
1 I því sem tekið er upp úr skinnblaðinu er fylgt venjulegum reglum: leyst úr böndum með ská-
letri, hornklofar hafðir um stafi sem settir eru eftir ágizkun af því að þeir verða ekki lesnir með
neinni vissu. Lítið núll er stundum sett fyrir staf sem ekki hefur tekizt að ráða.
2 av skrifað með límingarstaf.